Raunir 69
að það er aldrei auðvelt að hefja sambúð
eða samband
þegar þú ert kominn á miðjan aldur.......
Reyndar held ég að það sé aldrei auðvelt,
en það verður ekki auðveldara með auknum kröfum og þroska
( ásamt vana, þrjóskuröskun og fastheldnum einbúahætti)
Þó hefur aumingjans útlendingurinn átt óvenju erfitt uppdráttar.
Honum var jú skellt beint inn í banalegu föður míns
og síðar fráfalls,
með öllu sem því fylgir -
tilfinningalegum rússibana, skapsveiflum og þreytu,
ásamt 100 praktískum atriðum sem eru flókin fyrir nýkynntan manninn.
Í kjölfarið fylgja aðrar sveiflur sem tengjast öðru fráfalli,
skítlegu veðri, roki rigningu og óvenjulegum kulda
og svo er klikkt út með efnahagslengu hruni landsins.
Maðurinn fær hvergi vinnu
og er nánast hlegið að honum þegar hann spyr.
Bæturnar sem hann fær frá sínu ríki
eru að engu orðnar þegar búið er að skipta þeim upp í krónur
á gengi sem á sér enga stoð í raunveruleikanum,
en eru reiknaðar út af einhverjum jakkafötum í Brussel.
Nú er svo komið að við sjáum ekki fram á annað
en að hann haldi aftur heim
og reyni að koma sér í vinnu þar
hýmandi einn í herbergiskytru
þar sem að íbúðina sína leigði hann fram í febrúar.
Ég get ekki hugsað mér að segja upp minni vinnu núna
sem ég þó hef (ennþá)
vitandi ekkert um framhaldið og hvort eitthvað annað býðst úti
og því er þetta ákveðinn skilnaður
með hugsuninni "að sjá til hvað gerist."
Helst vildi ég bara stinga af með honum
burt frá þessari prumpuholu,
en það er ekki mjög praktískt
og frekar vitlaust eins og staðan er núna.
Þetta hefur allt saman tekið á sambandið
og ekkert af því er jákvætt fyrir rómantík
eða glænýja ást og samskipti yfir höfuð.
En svona er víst andsk...... ástandið
og lítið sem hægt er að gera í því
annað en að reyna að vera hugrakkur
og brosa.
Áttaði mig líka á einu í dag.
Unglingurinn verður 18 ára á morgun - 1. nóvember.
Þá fellur niður meðlag frá föður
og barnabætur sem áttu að greiðast 01.11
verða ekki heldur greiddar.
Gaman að fagna þessum áfanga ungpíunnar
í miðri kreppu og vesöld.
Á ekki einu sinni fyrir afmælisgjöf.
(jú ef það er eitthvað fyrir 5000 kall
sénsinn að það slái í gegn!)
Ó ég er svo skemmtileg núna.