Raunir 56
Í nótt sem leið fór ég í viðburðaríka ferð í gegnum fylgsni huga míns og skoðaði í raun allt líf mitt frá því ég man eftir mér til dagsins í dag. Þetta var athyglisvert ferðalag, þó svo það hafi farið fram að einhverju leiti á milli svefns og vöku og þar af leiðandi kryddað með ýmsum minningum og upplifunum sem ekki eru í raun mínar, en ég komst þó að því að ég hef komið víða við í mínu lífi, upplifað margt og afrekað meira en ég hef gert mér grein fyrir hingað til. Ekki veit ég nákvæmlega hvað kveikti á þessari endurskoðun á lífi mínu, en þó hlýtur það að vera að einhverju leiti sambland af áföllum síðustu ára, ástandi þjóðmála og þeirrar óvissu sem nú ríkir og svo staðreyndinni að ég upplifi sjálfa mig á krossgötum bæði hvað varðar tilfinninga og atvinnulíf mitt. Ég veit ekki hvert ég stefni eða hvað ég í raun vil í lífinu, en ég veit að ég þarf að fara að ákveða mig og setja fókus á eitthvað sem mig langar að gera og verða. Enginn lifir að eilífu og lífið er stutt. Á þessari ferð minni varð mér enn betur ljóst hversu illa ég hef ræktað þá hæfileika sem mér voru gefnir í vöggugjöf og oft á þeim grundvelli að eitthvað var of auðvelt og því ekki þess virði að stunda það af einhverri alvöru. Það var ekki nógu mikil áskorun í því. Einnig hefur sú upplifun mín sem ég hef geymt í prívathólfum huga míns, að ég sé alltaf að feika allt og draga stöff út úr rassgatinu á mér, einfaldlega vegna þess að það var mér svo auðvelt að vinna verkið, skemmt fyrir mér, í stað þess að ég gerði mér grein fyrir að það var mér svona auðvelt, vegna þess að ég var góð í því sem ég var að gera. Sumir eru bara góðir í einhverju einu og ég tel að það sé á margan hátt betri kostur, þar sem að hitt býður upp á endalaust val og tilheyrandi valkvíða ( þ.e. að vera góður í mörgu) og á endanum er allt sem þú gerir miðlungs, vegna þess að þú setur ekki alla þína krafta í þetta eina - heldur ert að dreifa þeim yfir á marga hluti og á endanum verður þú kærulaus. Það vill verða til þess að þú byrjar á mörgu, en klárar fátt, einnig vegna þess að þú sættir þig ekki við annað en fullkomna niðurstöðu, þar sem það er sú krafa sem þú gerir á þig. Ef þú sérð fram á niðurstöðu sem ekki er fullkomin, er betra að ganga burt frá ókláruðu verki heldur en ljúka því á einhverju miðlungs plani, sem svo n.b. er þín sýn á hvað er miðlungs og þín sín á hvað er fullkomið. Öðrum gæti þótt útkoman til fyrirmyndar að öllu leiti, en tilfinningin um að þú hafir á einhvern hátt svikist um, leyfir þér að hugsa sem svo að þú hafir krullað þessu saman og það geti því ekki verið gott, þar sem það var svo auðvelt. Svona getur maður verið ruglaður og flókinn í slæmum félagsskap með sjálfum sér.
En þessi nótt leiddi mig í gegnum lífið, líkt og ég væri drukknandi manneskja og bíómyndin sem rúllaði í gegnum hugann kom mér í raun um margt á óvart, því mörgu hef ég ómeðvitað gleymt - en hef þó að því er virðist geymt.
Ég hef gert ótalmargt í lífinu og ég tekist margt á hendur hvort heldur í vinnu eða prívatlífinu. Margt hef ég gert mjög vel, annað ekki, en einnig hef ég gengið í gegnum ýmiskonar mótlæti og komist í gegnum það heil, öllum og ekki síst mér til mikillar furðu. Virðist sem ég sé gerð úr einhverju efni sem einungis bognar en brotnar ekki þegar á móti blæs og er ég því líklegast mun sterkari en ég tel mig vera. Þetta hefur þó allt saman mótað mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er með mínum kostum og göllum.
En núna er komið að kaflaskilum. Ég finn hjá mér mikla þörf til að koma í verk því sem ég hef hug á að áorka í lífinu. Setja mitt mark á heiminn. Vera allt það sem ég hef möguleika á að vera.
Mig langar að njóta lífsins, upplifa það og vera með í partýinu.
Stundum þurfum við manneskjurnar að staldra við og líta yfir farinn veg. Læra að meta það sem við erum og höfum og þakka fyrir þær gjafir sem okkur voru gefnar í stað þess að telja okkur trú um að við höfum ekkert gert af viti í lífinu og séum hvergi stödd - taka svo þessa reynslu okkar og nýta hana til þess að ná stærri markmiðum í lífinu og komast þangað sem hugurinn leitar.
Gott er þó að vita hvert hann leitar áður en ferðin er hafin, en vera þó opinn fyrir því að ferðatilhögun gæti breyst eftir því sem líður á ferlið.
Nú ætla ég því að pota aðeins meira í naflann á mér og leitast við að fá botn í málið.
Eigið góðar stundir.
En þessi nótt leiddi mig í gegnum lífið, líkt og ég væri drukknandi manneskja og bíómyndin sem rúllaði í gegnum hugann kom mér í raun um margt á óvart, því mörgu hef ég ómeðvitað gleymt - en hef þó að því er virðist geymt.
Ég hef gert ótalmargt í lífinu og ég tekist margt á hendur hvort heldur í vinnu eða prívatlífinu. Margt hef ég gert mjög vel, annað ekki, en einnig hef ég gengið í gegnum ýmiskonar mótlæti og komist í gegnum það heil, öllum og ekki síst mér til mikillar furðu. Virðist sem ég sé gerð úr einhverju efni sem einungis bognar en brotnar ekki þegar á móti blæs og er ég því líklegast mun sterkari en ég tel mig vera. Þetta hefur þó allt saman mótað mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er með mínum kostum og göllum.
En núna er komið að kaflaskilum. Ég finn hjá mér mikla þörf til að koma í verk því sem ég hef hug á að áorka í lífinu. Setja mitt mark á heiminn. Vera allt það sem ég hef möguleika á að vera.
Mig langar að njóta lífsins, upplifa það og vera með í partýinu.
Stundum þurfum við manneskjurnar að staldra við og líta yfir farinn veg. Læra að meta það sem við erum og höfum og þakka fyrir þær gjafir sem okkur voru gefnar í stað þess að telja okkur trú um að við höfum ekkert gert af viti í lífinu og séum hvergi stödd - taka svo þessa reynslu okkar og nýta hana til þess að ná stærri markmiðum í lífinu og komast þangað sem hugurinn leitar.
Gott er þó að vita hvert hann leitar áður en ferðin er hafin, en vera þó opinn fyrir því að ferðatilhögun gæti breyst eftir því sem líður á ferlið.
Nú ætla ég því að pota aðeins meira í naflann á mér og leitast við að fá botn í málið.
Eigið góðar stundir.
8 Comments:
Takk fyrir frábæra færslu :) Maður á að nota þá hæfileika sem guð gaf og vera hugrakkur. Ef maður lætur hræðslu um að mistakast stjórna sínu lífi þá endar maður sem bitur einstaklingur sem sér sig sem fórnarlamb. Það er bara ein regla. Aldrei, aldrei,aldrei,aldrei gefast upp.
Góð færsla hjá þér Linda.Þegar maður sest niður og virkilega hugsar um sín mál þá kemur stefnan að lokum og boltinn fer að rúlla. Fleiri ættu að fara að þínum ráðum og skoða á sér naflann:)
Áfram Linda!
Frábær texti honey!
Vertu bara góð við hana Lindu mína. Drullastu nú til að skilja að hún á allt gott skilið og það má eltast við risastóra drauma.
þökk sé fyrir það öll, maður þarf að æfa sig í þessum hugsunargangi....og minna sig stöðugt á.
( er alltaf að reyna fía mín)
Já, naflaskoðun er nauðsynleg af og til, og sannaðu til ÞÚ ert og verður í fyrsta sæti. Gangi þér vel. Kær kveðja Gulla Hestnes
Go for it! Svona á að hugsa.....
kv. Ásdís Ásg.
Frábært ... leyfðu henni Lindu að njóta sín :) hún er nefnilega frábær og henni er margt til lista lagt!
Skrifa ummæli
<< Home