föstudagur, október 03, 2008

Raunir 50

Þá er það afstaðið.
Önnur jarðaförin á innan við ári
og verður að játast að það tekur hressilega á.
Ætla rétt að vona að langt verði í þá næstu.

Ég er þó enn sannfærðari núna
um að ég vilji ekki hefðbundna jarðarför þegar ég fer
með öllu því skipulagi, útgjöldum og eilífðarsnatti
sem þeim fylgir - og vottast það hér með
að allar þær óskir hafa verið skrifaðar í bók
og skal farið eftir þeim.

Pabba tókst að sjálfsögðu að gera at í okkur
eins og honum einum var lagið
en systir mín var nærri búin að henda honum úr kistunni
í miðri kistulagningu.
Það var ekki hægt annað en að skella upp úr,
þ.e. eftir að hjartsláttinn lægði
og andadrátturinn varð reglulegur.
Ég sá fyrir mér glottið á þeim gamla.

Organistinn frægi skeit upp á bak með tilþrifum
og ruglaðist endalaust - (vanur maðurinn!)
en kórinn var dásamlegur
og langaði mig stundum hreinlega að klappa fyrir þeim.
Hjörleifur fiðlumann var einnig yndislegur.

Presturinn var helst til Jesúaður fyrir minn smekk
og vitnaði endalaust í bibblíuna og dauða kaddla
en - þetta fílar eldra fólkið víst í botn.

Þetta var hátíðlegt og fallegt í heildina
og kirkjan mikið meira en þéttsetin.
Hann var víst nokkuð vinsæll og vel metinn kaddlinn.

Ég á þó erfitt með að skilja eitt (reyndar margt) í fyrirkomulaginu
og vona að því verði breytt til hins betra.

Þegar búið er að ganga á eftir kistunni út kirkjugólfið
og fylla skottið
liggur bílstjóranum einhver ósköp á að bruna í burtu.

Það þýðir að aðstandendur þurfa að ryðjast með látum
í gegnum gestaþvöguna
til að komast í fatahengið og ná í yfirhafnir.
Svo þarf að berja af sér fólk sem vill sína samhug og hlýju
til að geta hlaupið út á bílastæði og upp í bíl
og ná að fylgja kistunni upp í garð.
Ansi kjánalegt allt saman .

Fyrir vikið var haugur af fólki sem náðist ekki að heilsa
þar sem ekki allir mæta í erfidrykkjur.
(Það partý finnst mér alltaf frekar leim
og því verður ekta Irish Wake þegar ég kveð jarðlífið)
En þetta er galli og ætti að gefa fólki smá tíma utan við kirkjuna.

Kyssti fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt
og hafði varla tíma til að anda, spjalla eða nærast
vegna kossaflens.

Líður í dag eins og ég hafi verið í Marþonhlaupi
þreytt, lúin og aum í skrokk.
En lífið heldur áfram.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Irish wakes eru örugglega skemmtilegar, alvöru erfisDRYKKJUR.

Sérkennilegt með útfararstjórana, væntanlega hafa þeir verið með aðra jarðarför á næsta tíma, yfirleitt gefa þeir manni alveg svolitla stund. Má alveg láta þá vita af því að þetta hafi verið óþægilegt, nóg er maður að borga þeim fyrir þjónustuna.

Hjörleifur er alltaf æði!

10:32 f.h.  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Ég sendi þér samúðarkveðjur kæra frænka. Þú stendur þig augljóslega vel á undarlegum tímum.

12:19 e.h.  
Blogger Blinda said...

Nákvæmlega Hildigunnur

Það er töffarinn í genunum Þórdís og takk fyrir kveðjuna.

12:24 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Mér finnst einmitt alltaf gott að fara í erfidrykkjur og hitta fólkið og fá að spjalla og létta aðeins hugann og ef að erfidrykkjan er á írsku nótunum þá er það bara betra:)
Ég veit ekki hvað ég á að segja nema að ég vona að þér líði eins vel og hægt er og að þú fáir góðan tíma til að jafna þig.

3:20 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sammála þér með asann við kirkjuna, það er fáránlegt að hálfreka á eftir fólki við þessar aðstæður.

sendi baráttukveðjur.

6:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég votta þér samúð Linda mín.

7:55 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

Það er nú alveg lágmark að gefa fólki tíma við svona aðstæður og útfarastjórar mega ekki bóka sig svo þétt að það þurfi hreinlega að reka á eftir fólki. Meiri asinn alltaf en þú stendur þig vel eins og alltaf en ekki gleyma að hlúa að sjálfri þér og vera eigingjörn á þínar þarftir.
Sendi þér kærar kveðjur og knús.

10:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Falleg jarðarför Linda, gríðarfallegur söngur og fiðla og hátíðlegir herkallarnir. Örugglega verið svona 500 manns í kirkjunni!

Og miðað við þvílíkur haugur var þarna af alls kyns sérfræðingum þá hefði Langholtskirkja sennilega verið besti staðurinn þennan dag til að hjartaáfall, taugaáfall eða eitthvað annað áfall.

En ég er sammála þér að það er notalegra þegar ekki er rokið strax af stað í kirkjugarðinn og fólki jafnvel gefinn kostur á að signa yfir kistuna. Ætli þurfi þá ekki að díla það sérstaklega við útfararstofuna.

9:55 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ást á þig Linda mín, þó ég reyni að segja það á hverjum degi þá ætla ég líka að setja þetta á alheimsvefinn.

Ég átti svakalega erfitt með mig að klappa ekki í jarðaförinni! (vantar í mig þennan common sence takka) en ástrós hnippti í mig og benti á að þetta væri ekki viðeigandi.
Jæja farin að gera jarðafarar útfærslur.

Yfir og út, hvíldu þig nú vel.
Fyrrverandi prumpubarni, núverandi ástarbarn og tilvonandi einskins manns barn

1:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home