raunir 43
Mig vantar sárlega góð svefnráð
sem ekki fela í sér inntöku
á lyfseðilsskyldum lyfjum.
Það þýðir ekki fyrir mig að fara í heitt bað
og ekki heldur að drekka flóaða mjólk.
Ég er bara að tjúllast á þessu svefnleysi
og að vakna alltaf dauðþreytt til vinnu snemma að morgni
og vera svo eins og slytti allan daginn og fram á kvöld.
Ef þið lúrið á góðum ráðum
eru þau vel þegin.
Einnig vantar mig eitt stykki hjólhest (dömu)
í nothæfu ástandi
(má þarfnast uppfæringar og þarf ekki að vera fagurt)
helst ódýrt eða gefins.
En mest langar mig þó að sofa eins og venjulegt fólk.
Lifið, brosið, elskið.
sem ekki fela í sér inntöku
á lyfseðilsskyldum lyfjum.
Það þýðir ekki fyrir mig að fara í heitt bað
og ekki heldur að drekka flóaða mjólk.
Ég er bara að tjúllast á þessu svefnleysi
og að vakna alltaf dauðþreytt til vinnu snemma að morgni
og vera svo eins og slytti allan daginn og fram á kvöld.
Ef þið lúrið á góðum ráðum
eru þau vel þegin.
Einnig vantar mig eitt stykki hjólhest (dömu)
í nothæfu ástandi
(má þarfnast uppfæringar og þarf ekki að vera fagurt)
helst ódýrt eða gefins.
En mest langar mig þó að sofa eins og venjulegt fólk.
Lifið, brosið, elskið.
11 Comments:
Þú mátt fá mitt hjól lánað eftir viku í óákveðinn tíma. Bara að skila því fyrir næsta sumar.
Veit ekki með konu hjól en það er appelsínugult (er það ekki kona)
Stínsinn
Haha - jú það er örugglega kona sem heitir Bjarnfríður :-)
Takk elsku dúllan mín - það er æði! Ég skal passa voða vel upp á það - knús :D
Fylgist spennt með hvort þú fáir einhver svefnráð sem virka - lendi sjálf of oft í þessu. Stundum virkar ekki einu sinni að drekka mátulegan skammt af rauðvíni.
How fúlt is that!!
Tæma hugann er gott ráð. Krossgátur og rólegheit, en þú ert örugglega búin að prófa þetta allt. Svefnleysi er óþolandi, en það kemur að því að þú sefur betur. Ef allt um þrýtur þá eru það hin lyfskyldu sem hjálpa til að regla komist á. Kær kveðja í bæinn. Gulla Hestnes
Ímyndaðu þér að þú ert fimm ára, berfætt í léttum sumarkjól...þú trítlar upp brekku og finnur kalda grasið á iljunum.... þar bíður þín risastórt tré með rólu....þú ferð að róla....sagan nær ekki lengra, ég er oftast sofnuð....kv. Dísa.
hæ krús, trikkið er að leggjast í rúm (eða sófa) og draga sængina (teppið) vel upp í háls. Sofnuð.
ef það virkar ekki þá fara á fætur og framkvæma það sem hausinn er fastur í. Eða skrifa allt niður sem er í hausnum, hvað þarf að gera og hvernig, tala við hverja o.s.frv., þá er það komið út úr hausnum. Hugsa svo bara um blóm og fiðrildi og þá ertu sofnuð.
Annað mjöööög mikilvægt - ekki fara upp í rúm klukkan 9 kona, það er bara rugl!
Elskurnar minar, buin ad profa tetta allt saman, en ekkert virkar- ekki einu sinni raudvinid.
Les alltaf adur en eg fer ad sofa, hef profad hugleidslu, yogaondun- you name it.
Allt tetta basic virkar ENGAN veginn!
Fia min....... 9???? Aldrei fyrr en 10.30 til ad vera helst sofnud 11, tar sem eg vakna 5.30- en....... nuna er ekki sofnad fyrr en kannski 1 - 1.30 og svo laussofid og hrokkid upp reglulega- komin a faetur 4.30 , neni ekki broltinu. Eftir langan tima er tetta ordid vonlaust astand.
Fleiri tillogur please :-)
Sæl vertu. Ég þekki ekki svefnleysi af eigin raun, en vinkona mín ráðleggur öllum að taka Magnesíum á kvöldin, helst það sem leyst er upp í vatni.. fæst í Heilsuhúsinu held ég. Hún segir að þetta virki ótrúlega vel á svefnleysi og fótaóeirð.. Sakar ekki að prófa a.m.k. Kveðja Sigríður - alókunnug.
Hæ Linda mín, gaman að heyra að gengur vel hjá þér. En varðandi svefnmál, þá gæti einmitt þetta magnesíum hjálpað, en ég fæ mér stundum sleepy te og brauð með osti. Svo má ekki hugsa " ég get ekki sofnað". En er ekki einhver í rúminu með þér núna?? Kannski er það að trufla, muuhaa. Annars eru það bara pillurnar, bleikar til að sofna, rauðar til að vera hress, grænar til að fá orku bláar til ..... Gangi þér vel músin mín.
Kveðja Ásdís vinkona
tek undir þetta með magnesíum og jafnvel fleiri steinefni. Man t.d. eftir blöndu af magnesíum og c-vítamíni, sem átti að taka inn að kvöldi, c-vítamínið átti að virka að morgni. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.
Ég hef sofið hrikalega illa undanfarið, ætla að prófa að taka mag2-ið mitt að kvöldi núna, hef verið að taka það á miðjum degi.
Sæl vil miðla minni reynslu. Nota Calm eða slökun frá Peter Gilham sem fæst í Fjarðakaupum. Byrja með eina teskeið á kvöldi 30 mín fyrir svefn og svo smá auka við.
Þessi blanda svínvirkar og fyrir 1 viku síðan var ég í sömu sporum og þú en allt annað núna.
Gangi þér vel
kv GB
Skrifa ummæli
<< Home