Raunir 40
Af einhverjum undarlegum ástæðum
virðast viðburðir menningardags/nætur
hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér.
Ég sá í hið minnsta ekki helminginn
af þeim stórmerkilegu og sniðugu viðburðum
sem að í boði virðast hafa verið
og aðrir séð.
Ég var að sjálfsögðu mjög meðvituð
um að draga ekki "útlendinginn"
inn á einhverja viðburði þar sem allt væri í bundnu máli
þar sem hann skilur aðeins upp og ofan af íslenskunni
ennþá................
en
Við fórum á Miklatún
og það var bara fínt.
Hann hreyfst af laginu Álfar eftir hann Magnús
og fannst gaman að sjá mig missa mig í nostalgíu
yfir gömlum lögum Ný Danskra.
Svo var vaknað í leikinn klukkan hálfátta
og skriðið aftur upp í hálftíma síðar
þegar vitað var hvernig færi -
fannst bara nauðsynlegt að vera að fylgjast með
ef svo færi að við fengjum gull.
Í dag er svo fyrsti í vinnubrjálæði
en "útlendingurinn" situr heima
og semur ofan í mig tónlist
fyrir hin ýmsu tækifæri.
Snillingur þessi maður.
(Bendi fólki hér með á
að ef það vantar einhvern í heimasíðugerð
uppfæringar
eða lagasmíðar -
þá má hafa samband.
Ekki viss um
að hann nenni að vera vinnulaus lengi 'essi elska).
virðast viðburðir menningardags/nætur
hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér.
Ég sá í hið minnsta ekki helminginn
af þeim stórmerkilegu og sniðugu viðburðum
sem að í boði virðast hafa verið
og aðrir séð.
Ég var að sjálfsögðu mjög meðvituð
um að draga ekki "útlendinginn"
inn á einhverja viðburði þar sem allt væri í bundnu máli
þar sem hann skilur aðeins upp og ofan af íslenskunni
ennþá................
en
Við fórum á Miklatún
og það var bara fínt.
Hann hreyfst af laginu Álfar eftir hann Magnús
og fannst gaman að sjá mig missa mig í nostalgíu
yfir gömlum lögum Ný Danskra.
Svo var vaknað í leikinn klukkan hálfátta
og skriðið aftur upp í hálftíma síðar
þegar vitað var hvernig færi -
fannst bara nauðsynlegt að vera að fylgjast með
ef svo færi að við fengjum gull.
Í dag er svo fyrsti í vinnubrjálæði
en "útlendingurinn" situr heima
og semur ofan í mig tónlist
fyrir hin ýmsu tækifæri.
Snillingur þessi maður.
(Bendi fólki hér með á
að ef það vantar einhvern í heimasíðugerð
uppfæringar
eða lagasmíðar -
þá má hafa samband.
Ekki viss um
að hann nenni að vera vinnulaus lengi 'essi elska).
8 Comments:
er hann danskur, kærastinn?
Systir mín sagði að Magnús og Jóhann hefðu farið á kostum á Klambratúni. Það atriði hefði ég viljað sjá! En maður getur ekki verið alls staðar og enginn verður svikinn af því að sitja litla tónleika þar sem Hörður Torfason fer á kostum. Svo það má alveg öfunda mig.
Óska þér endalausra hamingjudaga :)
Eitt risa bros.....og þú skrópaðir.......Álfur
Þú verður að kenna honum að tala....Danska er ekki tungumál:)
Baun: Hann er halfdanskur, mamma donsk, pabbi islenskur. Talar og skilur sma islensku ( meira en hann laetur uppi segi eg)
Hugskot: Teir voru frabaerir ad minu mati kaddlarnir :)
Alfur: Sorry,var bodid i matarbod og var ju buin ad sja ;) en til lukku med tetta, heyrdi ad tetta hefdi verid aedi.
Nafnlaus: Er ad vinna i tvi, en hlæ alltaf svo mikid tegar hann byrjar ad tala :D
Danir eru gott fólk - og ekki verra ef smá íslenskt blandast þar við líka.
Hverskonar tónlist semur svo maðurinn?
það segirðu satt syngibjörg -
hann semur nú bara hvað sem er - er gítaristi sjálfur, en semur líka í tölvu og spilar nú líka á allan fjandann :-)
er viss um að hann verði fljótur að koma sér á framfæri á þessu litla landi. óska ykkar alls hins besta.
Skrifa ummæli
<< Home