fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Raunir 38

Það verður að segjast
að mannskepnan er ekkert nema vaninn.
Ef ekki væri fyrir vanann
væri t.d. ekkert mál að hætta að reykja,
því sjálf fíknin hverfur í raun eftir 2 vikur.

Það er skondið að kynnast sjálfum sér
dálítið upp á nýtt
og komast að því að maður er fullur af ýmiskonar smámunasemi
og með hálfgerða þráhyggju gagnvart fáránlegum hlutum.

Stundum verð ég hissa á sjálfri mér
og því hversu mikið þetta tekur á,
enda væri þetta nú örugglega ekki svona
ef ekki væri verið að flytja á milli landa.
Þetta er jú ansi snöggt allt saman.

En...........

þess vegna tel ég að það sé af mörgum ástæðum
mun skynsamlegra að fólk hefji sambúð
á hlutlausum stað.
Stað sem báðir aðilar hafa skapað saman
og þar sem annar aðilinn upplifir sig ekki sem gest
og aðilinn sem bjó þar fyrir finnist ekki einhver vera "inná þeim".

En þá vona ég að ég sé fljótlega
að fara eitthvað allt annað
þar sem svona lúxus vandamál
eru ekki til staðar.

5 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég fæ svona nostalgíukast við að lesa þennan pistil. Þó að hlutirnir gerist hratt og allt fari á fúllspítt þá trúi ég að það sé vegna einhvers sérstaks, annars væri maður ekki að leggja þetta á sig. Þú og þið eigið vonandi eftir að ganga í gegnum þessar breytingar hlið við hlið, því trúi ég.

5:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Svo lengist lærið sem lífið" sagði kerlingin, og ég trúi henni. Gangi ykkur vel. Kær kveðja, Gulla Hestnes

10:05 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

haha..... ertu að glíma við klósettsetur og tannkremstúpur??

íííha....lífið er skemmtilegt..

10:26 e.h.  
Blogger Blinda said...

Jú, takk. Það er bara að taka obbosí á þetta og muna að anda út um tærnar.

Hehe Syngibjörg - eitthvað í þá áttina ;-)

9:07 f.h.  
Blogger SHAR said...

"ég hef engar áhyggjur af því, þetta verður ekkert mál" sagði kona ein fyrir nokkrum vikum.
knús

10:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home