mánudagur, júlí 28, 2008

Raunir 28

Það er gott að elska
og að vera ástfanginn
er yndislegt ástand.

Það verður þó að viðurkennast
að það er ekki auðvelt
að vera staddur í öðru landi
en ástmögur þinn.

Þetta vita sumir
sem raus þetta lesa
af eigin raun.

Það er eitthvað svo óréttlátt
að þegar þú hefur loks fundið
þann sem þú vilt vera með öllum stundum
umfram alla aðra,
þá skilji himinn og haf ykkur að
í bókstaflegri merkingu.

Við fengum okkur Skype.

Eins og það er gaman
að geta séð og heyrt ástina þína
þá verða svona samskipti eitthvað.......
skrítin.

Svolítið meðvituð og kjánaleg,
en einnig ýtir það enn frekar undir söknuðinn
að hafa einhvern svona nálægt
en geta ekki snert hann eða verið hjá honum.
Svolítið tvíbent.

Vinkona mín spurði mig
hversvegna ég væri ekki bara farin.
Góð spurning-
en við þurfum jú öll að sinna skyldum
ganga frá lausum endum,
gera ráðstafanir-
"En þú gætir drepist á morgun"
sagði hún á sinn fallega hátt
og ég hugsaði:
Það er alveg rétt - á maður ekki að nýta hverja mínútu í lífinu?

Svo tók skynsemin við af ástsýkinni
og ég sætti mig við það að þurfa að bíða.
En skítur hvað það er erfitt.

9 Comments:

Blogger Syngibjörg said...

Þetta er nú það skemmtilegasta sem ég hef lesið frá þér lengi mín kæra blinda.
Mikið samgleðst ég þér og það innilega.
Njóttu !!

1:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Dásamlegt!!
Innilega gaman að heyra :)

EN!!! NÆST þegar þú mætir til Köben, þá VERÐURÐU að láta heyra í þér! :)

Kv.Gísli

3:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

TIl lukku Álfur..........Vinur?

7:26 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Allt tekur sinn tíma og þegar allir endar hafa verið hnýttir þá verða fundir ykkar enn betri.

7:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe þú gætir drepist á morgun, eitthvað sem ég myndi segja.
Sem er reyndar alveg satt ;) Líkar vel við vinkonu þína þó ég voni heitar en allt að þú farir nú ekki að hrökkva upp af einsog í einhverri dramatískri ástarsögu, meira svona Juliu Roberts moment aigth?? Fávitabarn

9:00 f.h.  
Blogger Blinda said...

Takk Syngibjörg mín :-)

Að sjálfsögðu Gísli minn, fletti þér upp næst - og það verður sko næst!

Takk nafnlaus.....
auðvitað erum við vinir ;-)

Þú ættir að vita það Swany.

Love you fávitabarn :-D

11:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þekki þetta svooo vel.

reyndi að vera þolinmóð, en þess á milli hoppaði ég og argaði: lífið er stutt!

11:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og annad, litla Blind. Tek undir thad sem fleiri segja, thu gætir drepist a morgun. Thannig ad, drullen Sie dich her over and enjoy it! :) Eg gerdi thad, er enn a lifi, og voda gladur med pakkann minn :)
Knus og goda helgi,
Gisill Kysill.

9:41 f.h.  
Blogger Blinda said...

Ó þetta er svo rétt og ég er að kálast úr óþolinmæði. En ég þarf að standa mína plikt í vinnunni í 3 mánuði - ganga frá íbúð og barni......... en ég væri sko svooooooooooo til í að fara núna.

Góða helgi!

11:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home