laugardagur, júlí 05, 2008

Raunir 22

Náði að vera í alvöru lasin í einn dag
en þá fór afneitunin í gang ásamt ofvirkninni.
Er nú búin að gera allt nema leiðinda verkefnin
sem eru að þvo hjúmongos rúmteppi mitt ásamt fylgihlutum,
skella sturtuhengi og baðgardínu í vél
og uppáhaldið.........
Draga fram eldavélina og hreinsa upp sull vetrar.
Jeii.... get ekki beðið.
Finnst reyndar ótrúlegt að ég hafi gert þetta áður
kannski eldamaskínan hafi stækkað á milli ára.

Er svo á leið í grillveislu og gleðskap með góðu fólki í kvöld
en svo skal skundað á NASA og tjúttað með Páli Óskari,
sem er að safna pjening fyrir hinseginn fólk.

Rámar í að það hafi verið búið að lofa dýrindis veðri
og var búin að velja stuttan, léttan sumarkjól
og hvíta opna skó sem útlit kvöldsins.
Þegar ég svo steig út í morgun var ég nokkuð viss um
að ég þyrfti að endurskoða fatavalið
eða kannski fer ég bara í ullarbrók undir
og lopapeysu utanyfir.

Mér finnst líka ekkert frekt að ætlast til að veðrið sé áfram gott
þó það sé búið að vera óvenju gott í júní.
Ég meina, er ekki sumar?
Af hverju eigum við Íslendingar alltaf að sætta okkur við skítaveður að sumri
einfaldlega vegna þess að við fáum nokkra góða daga?
Það á að vera hlýtt og sólríkt á sumrin
veturinn er viðbjóður hér á hjara veraldar og við eigum það skilið.

Sól, sól skín á mig – ský, ský burt með þig......

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

GÓÐA SKEMMTUN ÁLFKONA(STELPA)

5:58 e.h.  
Blogger Blinda said...

gerði það :-)

8:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og skemmtir þú þér vel? Lát heyra. Gulla Hestnes

10:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En gaman að heyra að einhver önnur mannvera bregðist eins við lasleika og undirrituð. Ég verð líka gersamlega, ólýsanlega ofvirk og afneita sorg og sút og set strútsheilkennið á fullt, þegar eitthvað ætlar að draga af mér ....
Gaman að lesa bloggið þitt!

11:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home