sunnudagur, júní 22, 2008

Raunir 16

Fann mér pall í gamla Kópavoginum.
Pallurinn sá er vel smíðaður og á skjólgóðum stað,
umlukinn gróðri og góðum grönnum.
Hef hugsað mér að venja komur mínar þangað
í hvert sinn sem sólin glennir sig í sumar.

Það væri svolítið skrítið, ef ég þekkti ekki húsráðanda,
en reyndar er hún vinkona mín
og hefur gefið mér leyfi til að krassa á pallinum hennar
hvenær sem mig lystir -
hvort sem hún er heima eður ei.
Ekki amalegt það.

Í gær skellti ég mér í barnaafmæli til nefndrar vinkonu
og var það eitt besta barnaafmæli sem ég hef mætt í ever.
Spilaði þar inní að úti var blíðskaparveður
og allir bara úti að leika og njóta,
hvort sem þeir voru 2 ára eða 82 ára.

Um kvöldið þegar barn var farið af bæ,
þar sem að foreldrar eru jú því miður fráskildir,
var svo setið áfram, grillað og sungið
með litlum snillingi frá baunaveldi
sem er svo flinkur á gítarinn
að mér varð stundum illt í hjartanu þegar hann spilaði,
en á góðan hátt.
Hann leyfði mér líka að syngja lag
sem hann hafði samið -
og er ég ekki frá því að þarna sé kominn hittari.


Það besta var hins vegar að það var hlegið
og hlegið og hlegið og hlegið.......og hlegið meira
þangað til kviðvöðvarnir emjuðu.

Mikið lifandi skelfingar ósköp var gaman.

Ég gæti meira að segja verið orðin ástfangin
En ég er algjörlega búin að eignast nýjan skemmtilegan vin.....
OG PALL!!

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst þetta allt of glaðlegur pistill til að kallast "raunir".

8:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

sem er gott.

8:49 e.h.  
Blogger Blinda said...

satt segirðu...... en það er alltaf erfitt að bakka með konsept ;-)
gleður mig þó að þér fannst hann glaðlegur :-)

8:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hefur sko verið skemmtileg samkunda mín kæra. Fleiri svona glaðlega pistla. Kær kveðja, Gulla Hestnes

9:21 e.h.  
Blogger Gadfly said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

8:42 f.h.  
Blogger Blinda said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

10:48 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Skemmtilegur pistill. Ég væri meira en til í að heyra þig syngja þetta lag já eða bara hvaða lag sem er:)

8:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

8:42 e.h.  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Og þó hann væri 142?

11:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home