laugardagur, júní 07, 2008

Raunir 6

Ef það er eitthvað sem setur mig úr jafnvægi
þá er það að setjast við tölvuna mína
og ná ekki netsambandi.

Hausinn panikkar
ég fæ hjartsláttartruflanir
og pirringurinn stigmagnast
eftir því sem lengra líður,
án þess að tengingu sé náð.

Tel ég þetta stafa aðallega af því
að ég hef ekki hundsvit á græjunni
og kann því ekki að redda málunum sjálf.
Þooooli ekki að upplifa mig ósjálfbjarga.

Nú er ég ein af þeim
sem skipti á sínum tíma frá Símanum
yfir á Hive,
vegna þess hve hið fyrrnefnda stóð sig illa.
Voru það góð skipti.
Ekkert vesen á netinu fyrir utan eitt skipti
en þá reddaði glaðlyndur
og þjónustufús drengur með þolinmæði
mér á nó tæm.

Eftir að Hive sameinaðist öðrum
og til varð Tal (Aftur? Er það ekki eitthvað gamalt?)
... en ég var nota bene aldrei spurð
hvort ég væri samþykk breytingunum
eða hækkun á gjaldi þjónustunnar.....
hafa verið endalaus leiðinda tengivesen
og í gær var loks ekkert samband.

Ég hringdi í þjónustuverið
en það var lokað.
Hringdi því aftur strax í morgun
og óskaði eftir aðstoð.

Timbraður unglingur með málhelti
andaði þungt og þunnt í símann
og virtist ekkert geta gert fyrir mig.
Bað um að fá að hringja eftir 20 mínútur
hann "atlað a skoða dottli".

50 mínútur liðu og ekkert símtal.
Ég hringdi því aftur
Í þetta skiptið fæ ég fúllyndan dreng
sem greinilega finnst ekki gaman í vinnunni.

Hann sagði mér að pota í einhverjar snúrur
og tók svo til við að anda í símann eins og félagi hans.

Eftir nokkurn tíma
tilkynnir hann mér
að ég verði að fara með gamla ráterinn
og fá nýjan -
og sjá hvort þetta myndi ekki lagast.

Ertu ekki að djóka?

Ég spurði drenginn hvort það væri ekkert
sem ég gæti prófað heima
stimpla inn tölur -
ýta á einhvern link - eitthvað??

Neibb - bara fara með ráterinn niður í Síðumúla
og ef það virkar ekki -
þá gæti eitthvað verið að snúrunum.
"Ég veit ekki hvað er að"
hvæsti hann önugur.
(Eitthvað segir mér að drengurinn
eigi að fá sér aðra vinnu)

Dæs.

Ég þakkaði þó fyrir mig og lagði á.

Í þrjóskuröskun og mótþróa
ákvað ég nú að gefast ekki upp.
Ég var engan veginn að nenna
að drattast í einhverjar sendiferðir með box
sem að öllum líkindum
myndu ekki skila neinum árangri.
Sá fyrir mér mega vesen og bensíneyðslu.


Ég slökkti á ráternum - og kveikti aftur.

Blúbb!

Ég var nettengd.

Ætli það sé ekki kominn tími á önnur skipti?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þessi grey... unglingaræflarnir sennilega mættir í sumarvinnuna

fíla nýja bloggið :)

"fyrrverandi feitabolla" - hvað er það? - eins og þú hafir verið þvílíkur hvalur

1:18 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

skemmtileg framkoma við greiðandi viðskiptavini

1:36 e.h.  
Blogger Blinda said...

fía mín - how soon we forget :-)

Nákvæmlega swany

3:17 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

leiðindi eru þetta...

6:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home