fimmtudagur, júní 05, 2008

Raunir 5

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja
eða gráta......
Akkúrat núna - er ég þó hlæjandi.
Ég hlæ og hlæ og hlæ.

Sko.............

Vinkona mín benti mér á tölvufítus
sem ég hafði aldrei kynnt mér
fyrir um það bil mánuði síðan.
Fítus sá kallast andlitsbók á íslensku.

Ég skráði mig þar
og allt í einu eru allir
og mamma hans líka
þar inni.

Mér fannst þetta sniðugt
og góð leið til að finna gamla vini
sér í lagi þá sem ég týndi í Ameríkunni
Það gekk líka eftir.
Fann fullt af fólki.
Frábært.

En fítusinn kom með óvæntum bónus.
Karlmenn í leit að konum.

Mér var sagt af góðum
og vel gefnum manni
að ég ætti að láta vaða
taka sénsa í samskiptamálum
og ég er jú svo hlýðin - eins og fram hefur komið
og gerði nákvæmlega það.

Lesblindu og fávitapakkinn hrynur inn.
Menn sem tala um stór brjóst
eins og þeir séu 16 ára
heimskir og barnalegir - óskrifandi menn
hrúga á mig illskiljanlegum komplimentum.
Boð um ýmis ósiðleg athæfi
(á slæmri íslensku)
giftir menn í ruglinu
og almenn aumingjalúsera samkoma.

Þetta er með ólíkindum.
Hvað er að þessum karlmönnum
og hvar eru þeir sem ekki eru þroskaheftir?????

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Doldið aumkunnarvert hvernig sumir karlmenn haga sér. Högum við konurnar okkur kannski svona líka? Spyr sá sem ekki veit. Kveðja í bæinn. Gulla Hestnes (sem skrifaði um nótt í klaustri!)

11:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef ekki enn séð ástæðu til að kíkja á þetta feisbúkk dæmi. Er það eitthvað sniðugt?

1:25 f.h.  
Blogger Blinda said...

Til að finna löngu týnda vini Elías - já

10:49 f.h.  
Blogger Fjölnir said...

Ég held að þú þurfir að leita lengi og leiða hjá þér stóran hóp vitleysinga ef þú ætlar að finna mann sem eitthvað er varið í.

En það er hægt að finna þannig mann þarna. Það er hægt alls staðar... but they're usually few and far between.

btw. Skemmtilegt plot twist sem hefur orðið á blogginu þínu.

8:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

allir kallar eru pínu þroskaheftir... en stundum er það bara sætt - for a while

líklega rétt hjá síðasta ræðumanni... its a numbers game they say... en í guðs bænum ekki daðra við einhverja ógeðs klámhunda á netinu

1:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home