Raunir 12
Það vantar ennþá eitthvað pínulítið upp á sumarið.
Mér fannst eiginlega bara kalt í dag.
Af hverju er ég hissa?
17. júní á þriðjudaginn.
Eina ferðina enn verð ég stödd á Eiðistorgi
og í þetta sinn í hlutverki kynnis.
Ég hef þar með verið þar í öllum hlutverkum
fyrir utan lúðrasveitarmeðlim
og ég er ekki að sjá það gerast.
Ég hef verið:
fjallkona
leikari
trúður
söngstjóri
umsjónarmaður
Æskulýðsfulltrúi
og áhorfandi.
Kannski ég láti verða af því að læra á túbu
og verði með í bandinu á næsta ári???
Nei, held að þetta verði gott eftir þetta.
Allir komnir með ógeð á manni.
Trúðadjobbið var samt best.
Ein versta lífsreynsla lífs míns...
Þannig var að ég var í dúó atriði við annan mann
sem snérist um grín, glens, söng og töfrabrögð.
15 mínútum áður en við áttum að fara á svið
hringir félagi minn í mig
og tilkynnir mér að hann sé kominn með yfir 40 stiga hita
hálsinn á honum lokaður
og hann sé bara hundveikur.
Kemst ekki.
OMG!
Tvíleikurinn breyttist í einleik
spunninn á staðnum
og satt best að segja var þetta það ömurlegasta sem ég hef gert.
Það sem ég svitnaði.
Það er ekkert verra en börn sem hlæja ekki að djókinu
og horfa á þig með vanþóknun og hneykslun
Talandi um að deyja á sviðinu.
ps. Gríman var bara fín.
flottar veitingar og skrítið fólk.
Sumt gaman, annað dead boring.
Leikhúsfólk er ótrúlega merkilegt með sig.
Skil alveg hversvegna ég gafst upp á þessu.
Mér fannst eiginlega bara kalt í dag.
Af hverju er ég hissa?
17. júní á þriðjudaginn.
Eina ferðina enn verð ég stödd á Eiðistorgi
og í þetta sinn í hlutverki kynnis.
Ég hef þar með verið þar í öllum hlutverkum
fyrir utan lúðrasveitarmeðlim
og ég er ekki að sjá það gerast.
Ég hef verið:
fjallkona
leikari
trúður
söngstjóri
umsjónarmaður
Æskulýðsfulltrúi
og áhorfandi.
Kannski ég láti verða af því að læra á túbu
og verði með í bandinu á næsta ári???
Nei, held að þetta verði gott eftir þetta.
Allir komnir með ógeð á manni.
Trúðadjobbið var samt best.
Ein versta lífsreynsla lífs míns...
Þannig var að ég var í dúó atriði við annan mann
sem snérist um grín, glens, söng og töfrabrögð.
15 mínútum áður en við áttum að fara á svið
hringir félagi minn í mig
og tilkynnir mér að hann sé kominn með yfir 40 stiga hita
hálsinn á honum lokaður
og hann sé bara hundveikur.
Kemst ekki.
OMG!
Tvíleikurinn breyttist í einleik
spunninn á staðnum
og satt best að segja var þetta það ömurlegasta sem ég hef gert.
Það sem ég svitnaði.
Það er ekkert verra en börn sem hlæja ekki að djókinu
og horfa á þig með vanþóknun og hneykslun
Talandi um að deyja á sviðinu.
ps. Gríman var bara fín.
flottar veitingar og skrítið fólk.
Sumt gaman, annað dead boring.
Leikhúsfólk er ótrúlega merkilegt með sig.
Skil alveg hversvegna ég gafst upp á þessu.
7 Comments:
Mér líst vel á túbuna, sé þig í anda með Gillespiekinnar! Fyrst þú hefur verið í 17. júnídæminu í öll þessi ár ertu greinilega góð. Því að gefa það upp á bátinn? Já, toppurinn hjá mörgum listamönnum er drýldinn, en sem betur fer ekki hjá öllum. Kær kveðja. Gulla Hestnes
Góð hlýturðu að vera ef þú ert sí og æ beðin um að koma aftur..já og ekkert múður.
Spilaðu bara á þríhornið og þá ertu góð ekki það að ég trúi alveg að þú gætir massað hvert annað hljóðfæri.
gó túba, er með kennara fyrir þig...
man ekki betur en þú hafir spilað eins og heil lúðrasveit á varirnar á þér, hérna um árið þegar við renndum á Blönduós;)
Hringdu í Hildigunni NÚNA....
túba er málið - getsvosvariðððaa.
sí og æ - ætli það sé ekki af því ég er svo ódýr?? hehe...
Hey Hildigunnur- hver.... er hann sætur??
Hahaha baun - jú - er góð í varalúðró ;-)
Var búin að gleyma þessu...
Er að vinna í þessu Söngvin - geri ekkert nema kennarinn sé scrumptious. :-)
jájá, hann er ekkert alveg laus við að vera sætur ;)
Skrifa ummæli
<< Home