föstudagur, júní 13, 2008

Raunir 11

Blindan orðin soddan heimsborgari.
Stundar hún nú menningarviðburði
af miklum móð og mykju -
þykist vera eitthvað.
Ég meina, er ég ekki listamaður?
Á ég ekki að vera með árskort á alla svona viðburði?
Nú get ég loks farið að slá um mig......
As if.

Var boðið á aðra tónleika í gær...
NEI - ekki James Blunt!
Enda hefði ég gubbað undir þeim hroðbjóði.
(Unglingurinn fór hinsvegar á það gigg
og lýsti því yfir við heimkomu að 2 tímar af væli
væri aaaaaðeins of mikið ef ekki bara alltof mikið.)

Ég fór hins vegar á tónleika hjá Eivör og Röggu Gísla
sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi.
Jarðarfarastemmning í salnum fyrir tónleika,
ræskingar, einstaka hóst og heilagur svipur,
sem breyttist í almennan vandræðagang
þegar að enginn birtist á sviðinu í u.þ.b. 7 mínútur
eftir að ljósin voru deyfð.

En.

Eivör Pálsdóttir er stórkostleg.
Hef aldrei séð hana life fyrr.
Stúlkan er ekki bara frábær söngkona
heldur er hún falleg, sjarmerandi og skemmtileg.
Hún bræddi mig inn að beini
og ekki laust við að það væri grenjað eitthvað
ásamt gæsahúðastraumi og flissi.

Hún og Ragga eru ágætis teymi saman
og raddirnar þeirra tóna skemmtilega ......
þ.e. þegar Ragga syngur eins og manneskja en ekki eins og fífl.

Mikið lifandis hvað ég er leið á þessari smábarnaröddu
bullmáli og einhverjum hallærislegum "krúttheitum"
sem bara eru ekki að virka.
Fékk aulahroll tvisvar.
Af hverju syngur Ragga líka alltaf á ensku
(texta sem eru btw ekki á vandaðri ensku)
á meðan að Eivör syngur allt á Færeysku og Íslensku?

En lagasmíðarnar voru flestar skemmtilegar
slagverksnotkun frekar töff
en fengu þær stöllur vandaðan undirleik
frá Kjartani Valdemarssyni píanóleikara (mr. dreamy)
og Pétri Grétarssyni ásláttarmanni par excellance
en sá maður sló einnig í gegn í húmor.

Skemmtilegir tónleikar í heildina
og ég fór glöð heim.

Nú er það Gríman í kvöld...
HVAR ENDAR ÞETTA????

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

habbarasona!
gott fyrir sálina að gera svona allskonar - og hvíla aðeins naflann sinn, hann getur orðið þreytandi.

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef heyrt þetta áður, að Eyvör sé einstök á sviði með sína útgeislun.

Sjálf fór ég með stóru stelpunni á Blunt og hafði bara gaman af ... þót hann sé ekkert sérstakt uppáhald hjá mér - það kom mér eiginlega á óvart að tónlistin var bara alls ekki tómt væl, og tónleikarnir stóðu ekki nema hálfan annan tíma ...

... ef þú átt aukafrímiða einhvern tíma - máttu minnast mín :)

2:06 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég hef alltaf viljað fara viðburði eins og Ísl.tónlistarverðlaunin, Grímuna,Edduna, Óskarinn...kallaðu það snobb en ég er bara forvitin að sjá þetta. Þannig að ég panta að þú hugsir einu sinni til mín þegar þú ferð á Grímuna:)

3:42 e.h.  
Blogger Blinda said...

ég skal geraþað swany mín :-) sérstaklegaá pínlegu mómentunum...hehe. Ég hef aldrei farið á neitt svona áður en nú ætla ég bara aðláta vaða - ég meina ég er nú í stéttinni. Húha!

4:51 e.h.  
Blogger Blinda said...

jebbs fía - maður verður að viðra sig.

gott að þú skemmtir þér, mín skvísa var þarna í gegnum gusgus líka sem mér skildist á henni að hefði ekki verið skemmtilegt - en svona er misjafn smekkurinn. :-)

ég fæ nú sjaldan frímiða á tónleika, en stundum á leikhús :-) hef þig ávallt í huga.

5:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska Eyvör, en hef aldrei séð hana "live". Röggu hef ég aldrei fílað. Njóttu lífsins. Gulla Hestnes

7:56 e.h.  
Blogger Hildigunnur said...

Eivör er æði og það er Ragga líka, bara á allt annan hátt.

Blunt - meira að segja unglingarnir hér eru báðar komnar með upp í kok. Neitakk.

Búin að fara tvisvar á Íslensku tónlistarverðlaunin, nógur skammtur það.

Og Kjartan, ;) mcdreamy, ahms og pétur er æði :D

9:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eivör er óviðjafnanleg draumavera, hef oft séð hana á sviði, enda í miklu uppáhaldi hjá mér. samgleðst þér að hafa séð hana:)

9:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

WELL - did you score...?

12:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Horfði á Grímuna í gær, og mér finnst þú hefðir getað veifað þannig að maður viti hvernig þú lítur út! HALLÓ BLOGGHEIMUR; BLINDAN HÉR! Kær kveðja. Gulla Hestnes

7:50 e.h.  
Blogger Blinda said...

ég sem veifaði og veifaði - múnaði meira að segja á einhverjum tímapunkti - og þú sást mig ekki???

Tjah, það er svona þegar maður er ekki nógu merkilegur ;-)

7:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home