mánudagur, júní 09, 2008

Raunir 8

Þetta er merkilegt.

Komumst að þeirri niðurstöðu
að það sárvantar skemmtistað
sem er með 30 ára aldurstakmark.

Það var sama hvert var litið inn
allsstaðar 18-22 ára í meirihluta
og tónlist og andrúmsloft
í samræmi við aldur.
Sorry,
en mér finnst bara ekkert skemmtilegt
að skemmta mér með vinum dóttur minnar.
Held að þeim finnist líka ekkert gaman
að skemmta sér með mér.
(nema þegar ég fer úr að ofan......
neeeei djók)

Mér finnst líka tilfinnanlegur skortur
á almennilegum dansgólfum.
Allt morandi í frímerkjum
sem eru svo pökkuð og sveitt
að það eina sem þú getur gert
er að hoppa upp og niður.

Nasa - eina almennilega gólfið
alltaf með einhverjar úldnar hljómsveitir
eða techno dídjeia.
Ekkert Jackson, KC eða Pointer.

Hvar eru staðir fortíðar?
Staðir eins og Klúbburinn
sem var á FJÓRUM hæðum!
Sigtún - Tunglið - Borgin.....
það er víst af sem áður var.

Oh well.

Sat annars áðan og glósaði grimmt hjá mér,
þar sem ég horfði
á ungu "glöðu" konuna í sjónvarpinu.
Verð bráðum með þetta allt á hreinu
og get farið að vinna mér inn alvöru peninga.
og þegar ég verð rík
opna ég risa skemmtistað.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tunglið er nú komið í gagnið aftur, er reyndar viðbjóðslegur staður heheh..
Kveðja Elskandi Hálviti í sameign

10:23 f.h.  
Blogger Blinda said...

Nei bjánabarn - það er allt annar staður með sama nafn. Tunglið var í húsi þar sem Iðuhúsið er nú og var á þremur hæðum ;-)

og einmitt - flestir þessara staða eru viðbjóður!!

10:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh how soon we forget!
Það má ef til vill minna ellikerlingu á að þegar Klúbburinn - Sigtún - Tunglið - Borgin (staðir fortíðar) voru upp á sitt besta þá vorum við á þessum aldri. Við vorum krakkaskrattarnir...

Þá voru samt staðir fyrir "gamla fólkið" (yfir þrítugt) eins og Þjóðleikhúskjallarinn og AmmaLú, sem jafnan voru kallaðir Endurvinnslan. Kannski væri ráð að rigga upp slíkum stað og kalla hann hreint út Endurvinnsluna.
Spurning líka með annan Gripið og greitt, eftir að Glæsibær lognaðist út af.

11:53 f.h.  
Blogger Blinda said...

haha rétt fía - við vorum einmitt að hæja að þessu sjálfar - við vorum helv... krakkaskrattarnir....en eins og þú segir, þá var fólk á okkar aldri annarsstaðar. Það voru staðir sem þeir sóttu - og ekki allir jafn hörmulega "sad" og "endurvinnslan" og "gripið og greitt". Meira að segja elsta fólkið hefur Sögu, Mímis og Hótel Ísland - við erum týnd stærð. Einkum líka vegna þess að skilnaðir eru algengari en áður og kannski er meira af miðaldra (úff) fólki að sækja út en áður.
Opnum stað! Ertu ekki í einhverjum svona bissness núna? Búa til dót?
Þá er bara að finna location...:-)

6:12 e.h.  
Blogger Guðjón Viðar said...

Það var "endurvinnslan" og svo var næsta stig "sorpa", eða var það "gripið og greitt"? Mér virðist hins vegar svona útfrá skilvirknissjónarmiði, þessir staðir mjög óhentugir fyrir sinn tilgang. Mér finnst að þeir ættu að móta sín framleiðsluferli frekar að kjúklingasláturhúsum :)

3:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home