föstudagur, júní 20, 2008

Raunir 15

Vill einhver útskýra fyrir mér
hversvegna manneskja eins og ég
á ekki pall eða svalir.

Vonlaust að lesa inni í svona veðri
og athyglisbresturinn veldur því
að ég get ómögulega lesið innanum fólk.

9 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Það er einfaldlega vegna þess að alltaf þegar þú hefur ætlað að smíða eitt stk pall, þá hafa allir naglar verið uppseldir í þeim verslunum sem þú hefur ætlað að versla í. Sama er með sementið í svalirnar...búið.

12:44 e.h.  
Blogger Blinda said...

Auðvitað er það ástæðan - það sem ég get verið vitlaus. Fuss

3:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég lá útí "garðinum" mínum áðan með 5 litla skæruliða hoppandi á mér(fóru út í fyrsta skipti) og steinsofnaði... Ekkert smá þægilegt þangað til þeim var nóg boðið og einn stökk á nefið á mér og beit mig... Ég er enn að jafna mig...
Langar þig ekki í heimsókn ;)

6:09 e.h.  
Blogger Blinda said...

Íris. Ég ætla ekki að fá mér kettling! Hættu að pína mig :-)

6:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Linda. Ég var bara að bjóða þér í kurteisisheimsókn, that is all ;)
Heheh

7:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Komdu hingað með skrudduna, nóg af pöllum og fínu skjóli! Gulla Hestnes

7:56 e.h.  
Blogger Meðalmaðurinn said...

.. rak mig illilega á þetta atriði eftir að ég ákvað að kaupa ónýta snobbhæð í Hlíðunum í staðinn fyrir parhús í Bolahverfi. En hey - veturinn varir jú í minnst 9 mánuði og hið svokallaða íslenska sumar í mesta lagi í þrjá!

8:54 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

þú keyptir íbúðina örugglega í desember þegar snjór var og norðangarrinn buldi á rúðunum því þá er maður ekki að hugsa um garð, palla, svalir sól og sumar...eða hvað???
En ég býð eins og Gulla -NÓG af grænum fermetrum í kringum húsið mitt.

1:05 f.h.  
Blogger Blinda said...

Þakka góð boð - aldrei að vita nema maður nýti sér þau ;-)

7:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home