Raunir 21
Fyrsti dagur í sumarfríi og ég er hálflasin.
Er með þyngsli í höfði og brjósti, ráma rödd og með magaónot.
Er svona “lasin”, en ekki nóg til að leggjast í rúm og sofa mig frá öllu saman, en samt nóg til að geta bara lufsast um og vorkennt sjálfri mér.
Á sama tíma finnst mér að ég eigi að vera að gera eitthvað,
þetta er jú fyrsti dagur í sumarfríi.
Á ég ekki að vera að þrífa eitthvað, eða þvo uppsafnaðan þvott?
Þar sem mér líður ekki vel og er ekki í stuði til neins þá er ég að sjálfsögðu með heljarinnar samviskubit yfir því að vera ekki að sinna einhverjum af öllum þeim verkefnum sem lá fyrir að ég þyrfti að klára í “fríinu” og er með kvíðahnút yfir því að ég sé að eyða frídegi í vitleysu.
Hvaða andskotans rugl er þetta í manni?
Hversvegna á ég svona erfitt með að gera ekki neitt?
Á sama tíma er veðrið andstyggilega blautt og grátt og ég á í raun fullan rétt á að liggja bara og lesa þar sem ekki viðrar vel til útivistar fyrir hálflasna manneskju.
En þá eru það þrifin og þvotturinn sem stara á mig ásökunaraugum.
Þetta hlýtur að vera einhver tegund af geðveiki.
Er með þyngsli í höfði og brjósti, ráma rödd og með magaónot.
Er svona “lasin”, en ekki nóg til að leggjast í rúm og sofa mig frá öllu saman, en samt nóg til að geta bara lufsast um og vorkennt sjálfri mér.
Á sama tíma finnst mér að ég eigi að vera að gera eitthvað,
þetta er jú fyrsti dagur í sumarfríi.
Á ég ekki að vera að þrífa eitthvað, eða þvo uppsafnaðan þvott?
Þar sem mér líður ekki vel og er ekki í stuði til neins þá er ég að sjálfsögðu með heljarinnar samviskubit yfir því að vera ekki að sinna einhverjum af öllum þeim verkefnum sem lá fyrir að ég þyrfti að klára í “fríinu” og er með kvíðahnút yfir því að ég sé að eyða frídegi í vitleysu.
Hvaða andskotans rugl er þetta í manni?
Hversvegna á ég svona erfitt með að gera ekki neitt?
Á sama tíma er veðrið andstyggilega blautt og grátt og ég á í raun fullan rétt á að liggja bara og lesa þar sem ekki viðrar vel til útivistar fyrir hálflasna manneskju.
En þá eru það þrifin og þvotturinn sem stara á mig ásökunaraugum.
Þetta hlýtur að vera einhver tegund af geðveiki.
4 Comments:
Ef það er geðveiki þá þykir mér þú skemmtilega geðveik:)láttu þér batna mín kæra.
Þvotturinn fer hvergi og lestur í grámyglunni hljómar vel. Drekktu heitt og láttu þér batna. Það er nú einu sinni svo eftir mikla vinnu verður skjólborðið lágt og maður veikist. Kær kveðja úr bæ sem er að verða ein heljarins humarveisla! Gulla Hestnes
anda að - anda frá - anda að - anda frá - brosa - fá sér kaffi og lesa þessa góðu bók.
Skítt með allt annað - njóttu augnabliksins.
Takk þetta hófst Swany.
Mmmmm... væri til í humar - og fullt af honum. Njóttu Gulla.
Gerði allt eins og þú sagðir syngibjörg......í einn dag ;-)
Skrifa ummæli
<< Home