Raunir 20
Það gerist oft margt spaugilegt þegar fólk kemur saman.
Tala nú ekki um þegar það er úti í náttúrunni
í framandi aðstæðum
svo sem tjöldum.
Ættarmótið um síðustu helgi var þar engin undantekning.
Ein skemmtileg uppákoma af mörgum varð á laugardagsnóttina
og fékk mig til að hlæja svo mikið
að ég hélt á tímabili að ég myndi kafna.
Þannig var að í svefnrofunum í mínu tjaldi
heyri ég bróður vinkonu minnar kalla ámátlega á frænda sinn
sem var í næsta tjaldi.
(það tjölduðu allir í hring)
Var kallað nokkrum sinnum, þar til ég heyri að tjald er opnað
og frændinn greinilega svarar.
Veit ég svo ekki meir.
Um 20 mínútum síðar heyri ég vinkonu mína
sömuleiðis kalla ámátlega á frænda
og það sama gerist.
Tjald er opnað og frændinn svarar kalli.
Daginn eftir spyr ég forvitin eftir því
hvað hafi verið um að vera hjá systkinunum.
Jú.
Bróðirinn
(sem er n.b. byggingarverkfræðingur og stór og mikill nagli)
sat þegar frændinn kom að
rassfullur og sorgmæddur fyrir utan tjaldið sitt
og komst ekki inn í það.
Gat hann ómögulega opnað innra tjaldið
án þess að netlagið færðist undan
og lokaði jafnóðum fyrir gatið.
Var hann orðinn úrkula vonar um að komast inn
og kallaði því á hjálp.
Frændinn reddaði málunum með einu handtaki
og hleypti manninum inn.
Systirin hins vegar
(sem er sú manneskja sem ég leita til
ef þarf að leysa flókin verkefni og töffari mikill)
komst hinsvegar ekki ÚT úr sínu tjaldi
og glímdi við sama vandamál.
Netið renndist alltaf fyrir um leið og hún renndi ytri hlífinn frá.
Skelfingu lostinn og gráti nær, kallaði hún því á hjálp
því hún þurfti að komast á klósett.
Frændinn hleypti henni út.
Hversvegna það virðist vanta í bæði systkinin rennilásagenið
og hversvegna þau kölluðu bæði
á sama frændann til að leysa málið
er enn ráðgáta.
En hvað ætli hefði orðið um þau
hefði hann ekki verið með í för?
Tala nú ekki um þegar það er úti í náttúrunni
í framandi aðstæðum
svo sem tjöldum.
Ættarmótið um síðustu helgi var þar engin undantekning.
Ein skemmtileg uppákoma af mörgum varð á laugardagsnóttina
og fékk mig til að hlæja svo mikið
að ég hélt á tímabili að ég myndi kafna.
Þannig var að í svefnrofunum í mínu tjaldi
heyri ég bróður vinkonu minnar kalla ámátlega á frænda sinn
sem var í næsta tjaldi.
(það tjölduðu allir í hring)
Var kallað nokkrum sinnum, þar til ég heyri að tjald er opnað
og frændinn greinilega svarar.
Veit ég svo ekki meir.
Um 20 mínútum síðar heyri ég vinkonu mína
sömuleiðis kalla ámátlega á frænda
og það sama gerist.
Tjald er opnað og frændinn svarar kalli.
Daginn eftir spyr ég forvitin eftir því
hvað hafi verið um að vera hjá systkinunum.
Jú.
Bróðirinn
(sem er n.b. byggingarverkfræðingur og stór og mikill nagli)
sat þegar frændinn kom að
rassfullur og sorgmæddur fyrir utan tjaldið sitt
og komst ekki inn í það.
Gat hann ómögulega opnað innra tjaldið
án þess að netlagið færðist undan
og lokaði jafnóðum fyrir gatið.
Var hann orðinn úrkula vonar um að komast inn
og kallaði því á hjálp.
Frændinn reddaði málunum með einu handtaki
og hleypti manninum inn.
Systirin hins vegar
(sem er sú manneskja sem ég leita til
ef þarf að leysa flókin verkefni og töffari mikill)
komst hinsvegar ekki ÚT úr sínu tjaldi
og glímdi við sama vandamál.
Netið renndist alltaf fyrir um leið og hún renndi ytri hlífinn frá.
Skelfingu lostinn og gráti nær, kallaði hún því á hjálp
því hún þurfti að komast á klósett.
Frændinn hleypti henni út.
Hversvegna það virðist vanta í bæði systkinin rennilásagenið
og hversvegna þau kölluðu bæði
á sama frændann til að leysa málið
er enn ráðgáta.
En hvað ætli hefði orðið um þau
hefði hann ekki verið með í för?
5 Comments:
Maður hefði skilið þetta ef það hefði verið í einu - annað að reyna að opna og hitt að loka sama tjaldinu.
Furðulegt
hahaha-furðulegt fyrirbæri
þetta hlýtur að hafa verið undarlegt tjald.
Skemmtilegir klaufar á ferð! Gulla Hestnes
Skrifa ummæli
<< Home