Raunir 19
Er búin að koma mér í móralska dílemmu.
Það er svo sem ekkert nýtt…..
Líf mitt er oft ein allsherjar dílemma
bara við það eitt að fara í Bónus.
Er það líklegast vegna ofhugsunar-gensins.
Það er með ólíkindum hvert hugsanir geta leitt mann.
en eins og ég hef oft sagt,
þá er líklegast best að vera svolítið vitlaus
og mátulega kærulaus í kaupbæti
Ó, allt það sem ég væri búin að gera
ef ég kynni ekki að kryfja allt niður í öreindir
greina og flokka, skipuleggja og rökræða…..
ég segi ekki að ég gæti þá sannlega
verið ein af félögunum á Austurvelli
með engar tennur og enga vini,
búin að spila rassinn úr buxunum OG nærbuxunum
tjah - bara í almennum skítamálum.
En, sumt hefði örugglega verið frábært og auðgað líf mitt til muna.
Eníhú
Ég er strangheiðarleg manneskja
Sem hef ekki lagt það í vana minn
að koma illa fram við fólk,
eða fara á bak við það.
Ég kann illa við svik og leynimakk
og tek ekki þátt í einhverju sem telst rangt eða siðlaust.
Ég virði reglur samfélagsins og almenns siðferðis
Svona eru bara mín prinsipp.
Er í aðstöðu þar sem - tjah -
ég er ekki beint að gera neitt af ofantöldu
en einhverra hluta vegna
líður mér samt þannig.
Get ég viðurkennt að það er ekki þægileg tilfinning.
Stundum er lífið bara svolítið of flókið
og ekki er allt svart og hvítt í henni veröld
Það gerir mig þó ekki sátta
svo það er víst best
að koma sér út úr aðstöðunni hið fyrsta,
ef halda á geði og reisn.
Nú er bara að finna út hvernig ég fer að því.
Úff.
Er lögst í ofhugsun,
en auglýsi um leið eftir vitleysingageni
tilbúnu til brúks.
Það er svo sem ekkert nýtt…..
Líf mitt er oft ein allsherjar dílemma
bara við það eitt að fara í Bónus.
Er það líklegast vegna ofhugsunar-gensins.
Það er með ólíkindum hvert hugsanir geta leitt mann.
en eins og ég hef oft sagt,
þá er líklegast best að vera svolítið vitlaus
og mátulega kærulaus í kaupbæti
Ó, allt það sem ég væri búin að gera
ef ég kynni ekki að kryfja allt niður í öreindir
greina og flokka, skipuleggja og rökræða…..
ég segi ekki að ég gæti þá sannlega
verið ein af félögunum á Austurvelli
með engar tennur og enga vini,
búin að spila rassinn úr buxunum OG nærbuxunum
tjah - bara í almennum skítamálum.
En, sumt hefði örugglega verið frábært og auðgað líf mitt til muna.
Eníhú
Ég er strangheiðarleg manneskja
Sem hef ekki lagt það í vana minn
að koma illa fram við fólk,
eða fara á bak við það.
Ég kann illa við svik og leynimakk
og tek ekki þátt í einhverju sem telst rangt eða siðlaust.
Ég virði reglur samfélagsins og almenns siðferðis
Svona eru bara mín prinsipp.
Er í aðstöðu þar sem - tjah -
ég er ekki beint að gera neitt af ofantöldu
en einhverra hluta vegna
líður mér samt þannig.
Get ég viðurkennt að það er ekki þægileg tilfinning.
Stundum er lífið bara svolítið of flókið
og ekki er allt svart og hvítt í henni veröld
Það gerir mig þó ekki sátta
svo það er víst best
að koma sér út úr aðstöðunni hið fyrsta,
ef halda á geði og reisn.
Nú er bara að finna út hvernig ég fer að því.
Úff.
Er lögst í ofhugsun,
en auglýsi um leið eftir vitleysingageni
tilbúnu til brúks.
1 Comments:
Ekki ofhugsa um of-þá gæti útkoman orðið eins og ofsteiktur matur. En hvað sem það er sem þú ert að hugsa um þá gangi þér sem best með útkomuna:)
Skrifa ummæli
<< Home