laugardagur, júlí 26, 2008

Raunir 27

Well.........

Það er ekkert vit í að leyna því lengur
en ég er............

Yfir mig, algjörlega, yfirmáta, klikkaðslega ástfangin!

Eitthvað sem gerðist
þegar ég var upptekin
við að gera eitthvað annað.

Átti ekki að gerast
var á leiðinni annað
og ég bjóst ekki við því,
en hálfur dani
hefur stolið hjartanu mínu.

Hann dregur fram allt það besta í mér
og mér líkar vel við blinduna sem ég er
þegar ég er með honum.

Fólk horfir undarlega á okkur
þegar við erum saman,
en ég brosi bara framan í það
því í honum er allt sem ég hef alltaf viljað.

Ég þarf nefnilega ekki mann sem getur haldið á mér.

Ég þarf mann sem elskar mig eins og ég er
sem skilur mig
hlær með mér
er ljúfur
hefur sömu áhugamál
og skoðanir og ég
Mann sem er mér að öllu leiti samboðinn.

Mann sem kann að elska
að öllu leiti.

Og ég fann hann
alveg óvænt.

Undir mér er bleikt ský.
Almáttugur hvað ég er hamingjusöm.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju, mikið er þetta gott að heyra :)

9:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

frábært, samgleðst þér innilega. njóttu!

11:01 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Mikið er yndislegt að heyra þetta-njóttu, elskaðu og vertu til:)

1:22 e.h.  
Blogger Blinda said...

Takk dúllurnar - það er augljóst að bitrar en boðlegar þurfa að leita út fyrir nánasta umhverfi til að finna ástina.

Baun til Danmerkur - Anna til Selfoss - Söngvin til Reykjavíkur- ég til Danmerkur, Swany til USA. Eva - tími til að ferðast.......og Hugskot - hvað varstu að gera í Barcelona!:-)
Kiss á ykkur.

7:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

AAARRG - hún er fallin! Njóttu vel kæra vinkona.

11:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Aaaaawwwwwww!

6:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhhh... Yndislegt. Linda mín, táraðist nánast við að heyra þig segja frá þessu....

Bara deljigt (hvernig sem það er stafað hehe)

Fávitabarn

7:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home