mánudagur, ágúst 11, 2008

Raunir 33

Ég er ekki með teljara á síðu minni,
en það er vegna þess
að þegar ég setti einn slíkan upp
forðum daga -
setti hann allt systemið í rugl.
Hef ég því ekki þorað að skella öðrum inn.

Geri ég mér því enga grein fyrir þeirri traffík
sem fer hér um daglega
og hef reyndar lítið pælt í því.

Það kemur mér þó alltaf á óvart
Þegar ég frétti af fólki
sem les hér reglulega rugl mitt -
fólk sem þekkir mig ekki,
þekkti mig einu sinni,
eða var áður partur af lífi mínu
en ekki lengur......
Virðist þó hafa óbilandi áhuga á
að fylgjast með högum mínum
og hugleiðingum
án þess þó að kvitta fyrir heimsókn.

Þetta fólk deilir svo "lífi" mínu
sem það les um hér
með öðru fólki
sem ég veit ekki til
að hafi sýnt mér eða mínu
nokkurn áhuga um ára, eða jafnvel áratuga skeið.

Það finnst mér merkilegt.
En ég segi bara:
Verði ykkur að góðu
og góða skemmtun.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég les þig reglulega, vona að þér finnist það ekki óþægilegt. Mér finnst þú bara hafa svo skemmtilegan ritstíl.

En það er svosem kurteisi að kvitta fyrir sig :)

11:01 f.h.  
Blogger Blinda said...

Nei, það er allt öðruvísi. Sama með fólk sem að þekkir mann ekki neitt - en ég er að tala um þegar fólk les bloggið til að hnýsast um mína hagi og líðan og svo jafnvel blaðra um það við fólk sem á að vera alveg sama um mann.

Svona eins og ég væri alltaf að lesa blogg fyrrverandi kærasta - til að fylgjast með hvað hann er að gera(??)
En þaðerjú kurteisi að kvitta, þ.e. ef maður er ekki í innsta hring - eða blogghring ;-)

12:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alltaf hérna til að njósna um þig og fer svo einsog eldibrandur og blaðra því á slúðursíðum bæjarins, bíddu bara, einn daginn verður þú á forsíðu Séð og Heyrt.
Já bíddu bara múhahah...
Annars tók ég ákvörðun um að læsa minni, einmitt að fólk sem ég þekki ekki eða vil ekki þekkja var að skoða hjá mér - finnst það krípí.
Svona pirrandi fólk sem situr fyrir utan hring af fólki og liggur á hleri.

4:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er hér, loksins komin mín kæra og er ekki í felum. Kærust kveðja úr Hornafirði. Gulla

11:21 e.h.  
Blogger Kristín said...

Ég er sammála því að þetta er krípí. En eins og ég segi við manninn minn þegar hann amast við því að ég gangi nakin um íbúðina sem er gardínulaus: Nágrannanna tap, ekki mitt, ef þeir slysast til að sjá mig bera.

3:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home