Raunir 29
Það er ýmislegt á mann lagt í hamingjunni.
Ekki nóg með að vera fjarri ástvini
heldur bilaði tölvan
og nú fæ ég að vita
að það þurfi að skipta um móðurborð í henni!!
Ekki vinsælast í heimi.
(ekki ókeypis heldur.....það er dýrt að eiga ungling)
Einni góðri vinkonu fannst þetta alveg ómögulegt
núna væri ekki tíminn til að vera tölvulaus
og ákvað að lána mér tölvu í viku......
en ég næ ekki að nettengja hana.
Veit ekki hvers vegna.
það er því grenjað á gresjunni
á milli þess sem það er glaðst yfir lukkunni
og ástinni.
En gleðilega Verslunarmannahelgi.
Gangið hægt um gleðinnar dyr og allt það.
Ekki nóg með að vera fjarri ástvini
heldur bilaði tölvan
og nú fæ ég að vita
að það þurfi að skipta um móðurborð í henni!!
Ekki vinsælast í heimi.
(ekki ókeypis heldur.....það er dýrt að eiga ungling)
Einni góðri vinkonu fannst þetta alveg ómögulegt
núna væri ekki tíminn til að vera tölvulaus
og ákvað að lána mér tölvu í viku......
en ég næ ekki að nettengja hana.
Veit ekki hvers vegna.
það er því grenjað á gresjunni
á milli þess sem það er glaðst yfir lukkunni
og ástinni.
En gleðilega Verslunarmannahelgi.
Gangið hægt um gleðinnar dyr og allt það.
5 Comments:
gastu semsagt tengt hana núna-allavega er pistill hér sem gleður mitt gamla hjarta.
ekkert msn??? hræðilegt.
Já sko til eitthvað hefur þér tekist með tengingarnar.
Gleðilega helgi sömuleiðis.
Pistillinn var skrifaður í vinnunni, en svo fékk ég eitt stykki ungling til að tengja mig heima - núna er ég með msn - en skype - ið er í klessu. Oh well....
Til hamingju með ástina!
Skrifa ummæli
<< Home