föstudagur, ágúst 01, 2008

Raunir 29

Það er ýmislegt á mann lagt í hamingjunni.

Ekki nóg með að vera fjarri ástvini
heldur bilaði tölvan
og nú fæ ég að vita
að það þurfi að skipta um móðurborð í henni!!

Ekki vinsælast í heimi.
(ekki ókeypis heldur.....það er dýrt að eiga ungling)

Einni góðri vinkonu fannst þetta alveg ómögulegt
núna væri ekki tíminn til að vera tölvulaus
og ákvað að lána mér tölvu í viku......

en ég næ ekki að nettengja hana.

Veit ekki hvers vegna.

það er því grenjað á gresjunni
á milli þess sem það er glaðst yfir lukkunni
og ástinni.

En gleðilega Verslunarmannahelgi.
Gangið hægt um gleðinnar dyr og allt það.

5 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

gastu semsagt tengt hana núna-allavega er pistill hér sem gleður mitt gamla hjarta.

6:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ekkert msn??? hræðilegt.

6:36 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

Já sko til eitthvað hefur þér tekist með tengingarnar.
Gleðilega helgi sömuleiðis.

1:54 e.h.  
Blogger Blinda said...

Pistillinn var skrifaður í vinnunni, en svo fékk ég eitt stykki ungling til að tengja mig heima - núna er ég með msn - en skype - ið er í klessu. Oh well....

2:53 e.h.  
Blogger Kristín said...

Til hamingju með ástina!

10:38 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home