þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Raunir 34

Jahérna!
Maður er að breytast í bona fide spítalamat.
Ekki mikið gaman að því.

Gamla vaknaði í nótt
með....................
JEBBS -
skelfilega vindverki!
(þeir sem þekkja mig vita hvað það þýðir)

Ég æddi því um gólf í keng,
því mér var lífsins ómögulegt að liggja.
Ef ég lagðist niður
langaði mig að góla af sársauka,
sér í lagi á bakinu eða hægri hliðinni.
(samt hélt ég alltaf áfram að reyna - sick)

Loks náði ég smá hvíld
sitjandi í fósturstellingu
á vinstri hliðinni - í sófanum.
Allan tímann er ég að hugsa:
"Þú þarft bara að prumpa kjeddling"
þrátt fyrir að verkurinn væri í raun ekki þannig
og ég væri búin að þurrpústa fyrir allan peninginn.

Á sama tíma er ég einnig að hugsa -
"Kannski ætti ég bara að fara á slysó?"
en hætti alltaf við.
"kem örugglega uppeftir og rek hressilega við
- att bú og ég bara vandræðaleg"
Hugmynd þeirri var því eytt.

Í staðinn sannfærði ég nú sjálfa mig um
að það væri ekkert að mér
þrátt fyrir að hafa tvisvar ælt af sársauka
(notaði bara pabbasálfræðina)
og skellti mér í vinnuna í staðinn.

Tíminn byrjaði klukkan 6:30,
mín skoppaði af stað.........
en fann fljótlega að þetta var ekki að virka
var eiginlega ansi mikið vont.

Ég kaldsvitnaði og fékk náladofa um allan líkamann,
en þegar mig fór að svima sá ég að þetta var ekki að gera sig.

Setti konunum fyrir æfingar - og bailaði upp á slysó.
Ók í keng inneftir og tékkaði mig inn.
Hitti fyrrverandi tengdamömmu sem ritar læknasögur.
(Hún gleymdi að kalla mig fyrrverandi - sætt. )
En inn fór ég - enda rólegur morgunn.

Það var potað, klipið, bankað, hlustað,
sogið, spurt og svarað..........
og spurt og svarað meira.
HS:"Er þetta vont?"
B:"Já"
HS: "Ok þá geri ég það aftur" ( !!)

Eftir 2 tíma ákvað hvítsloppafólkið
að ég þyrfti að fara niður á Hringbraut.
Því var ég sprautuð með morfíni
og send í babú bílnum niður í bæ.
Gantaðist aðeins við sjúkraflutningamennina
bað þá að hækka músíkina í botn og setja diskóljósin á,
þeim fannst það svolítið gaman.

Á stóra spítalanum var potað og bankað meira
auk þess sem ég fór í allskonar sónar
pissuprufu - og svo var spurt og svarað.
4 tímar í skoðerí - en engin niðurstaða,
fullt af hugmyndum samt.

Loks var mér sagt að ég mætti fara heim
með nálina í arminum,
þar sem að verkurinn var ekki jafn svæsinn og áður
og sagt að koma strax ef eitthvað versnaði.

Á að mæta aftur 8 í fyrramálið
fasta frá klukkan tíu -
Þá ætla þeir að tjékka á botnlanganum.
Vona samt að ég prumpi bara í nótt.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er búin að vera með í maganum, eins gott að allt hafi farið vel fram!
Knús og kossar á þig.
Svakalegur morgunn, náði ekki að segja þér en það var brotist inní jsb rétt áður en við mættum, löggimann náði góðkunningja sínum, hann komst samt með einhverja skiptimynt og beyglaði kassana okkar bansettur..
Nú er ansi krípí að vera í JSB, maður hugsar alltaf iss ætli það sé einhver að bíða eftir mér... Verður ekki gaman í vetur.... :(
Láttu þér batna og ekki hika við að hringja ef þér vantar einhvern til að kýla prumpið úr maganum - im your girl!!

10:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

batnkveðjur, vona að þeir finni útúr þessu magaveseni.

10:36 e.h.  
Blogger Kristín said...

Batnaðarkveðja frá París.

11:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Linda, það á ekki af þér að ganga! Getur þetta verið systa á eggjaleiðara? Fékk svoleiðis einu sinni, hefurðu ekki fengið það líka? Vildi líka kvitta fyrir mig, þú ert svo skemmtilegur penni og lendir í ýmsu! Skemmtilegast þó að lesa um góðu málin... eins og nýja gæjann! Kveðja, Ásdís Ásgeirs

10:40 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

æji elsku besta mín. Ég hugsa til þín og vona að þér batni fljótt. En það er alltaf gaman að sjá glettnina í gegnum skrifin þín. Þú ROKKAR:)

1:55 e.h.  
Blogger Blinda said...

Takk, takk elskurnar.
Búið að finna út úr þessu- fer kannski inn á það síðar - en ég er ekki að deyja og þarf ekki skurð. Það er í hið minnsta jákvætt.
Later........

8:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sendi góðar batnkveðjur frá Hornafirði. Þér einfaldlega verður að batna. Kær kveðja Gulla Hestnes

11:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÓMÆ - það væri nú alveg eftir þér að detta niður dauð svona rétt búin að skríða yfir hamingjuþröskuldinn.
Don´t you dare!

6:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

vonandi ertu I lagi

1:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home