þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Raunir 36

Er ekki kona einstæð lengur
þó einstök sé ég þó enn.

Það tekur tíma að venjast nýjum háttum
en spennandi er það þó
og gaman.

Verst finnst mér
að finna fyrir smáborgarahætti Íslendinga
þegar þeir sjá eitthvað óvenjulegt
eins og konu, með manni
sem er mun smávaxnari en hún
og starir því skammlaust
og jafnvel flissar.

En hann er stærri en margur
og margur er jú knár þótt hann sé smár.

Nú þarf ég bara að venjast því
að sofa ekki lengur ein í rúmi
og að taka tillit.
Borða á matmálstímum.

Tekur líklegast smá tíma
en þetta kemur.

Er alveg að verða hress á kroppinn
og fer til vinnu á föstudag.
Hasta la vista
þar til síðar

8 Comments:

Blogger Syngibjörg said...

ladída.......gangi þér vel í nýja hlutverkinu.

4:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi ykkur vel, og þú veist eins og ég að það er ekki stærðin sem skiptir máli! Kærust kveðja úr Hornafirði

5:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það vantar nú eitthvað stórt í fólk. Hvað varð um almennar kurteisisreglur, köfnuðu þær í frjálshyggjunni?

6:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvaða andskotans máli skiptir hversu hár maðurinn er?

innrætið er málið og bálið á milli ykkar er málið.

7:02 e.h.  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Ég þekki þó nokkur núverandi og fyrrverandi pör þar sem konan er hærri eða jafnvel meira en höfðinu hærri en karlinn og man ekki til þess að neinn hafi minnst á það. (Reyndar eru hæstu karlmennirnir í minni fjölskyldu 170 sentimetrar!) En í alvöru ertu ekki með ranghugmyndir; pælir virkilega einhver í hæðarmun para?

7:23 e.h.  
Blogger Blinda said...

Elskurnar mínar - ég veit að þið eruð ekki fífl og fávitar, en sumir eru bara svo miklir plebbar.

ÞG - við erum í lágvöxnu fameliunni og allir menn í minni klan eru ekki hærri en 170.

Ég sé bara manneskjuna, þó svo að mér hafi fundist þetta skrítið fyrst - verður að viðurkennast, því krúsinn minn er líka um 20 kílóum léttari og fíngerðari að öllu leiti :-) - En hann er draumur og mín elskar hann :D

10:04 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Erum við ekki öll eins þegar við leggjumst niður:)

1:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

... ég vildi bara taka undir það sem ameríkufarinn sagði svo viturlega: "við erum jafnlögn þegar við liggjum" ...

... og hættu svo að benda á hugsanlega galla - vertu ekki að velta þér upp úr viðmiðum óviturra manna - njóttu :)

... og vertu hamingjusöm!

2:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home