Raunir 35
Er í batanum,
þetta er allt að koma.
Búin að vera frá vinnu síðan á þriðjudaginn
og fyrir fröken ofvirku,
þá er það aaaaðeins of mikið
þar sem mér var sagt að taka það rólega
(er það eitthvað ofan á brauð?)
og gera sem minnst.
Hef því verið að dunda mér við
að taka til í skúffum og skápum.
Það er nefnilega ekkert erfitt að sitja á rassinum
og setja dót í ruslapoka.
Aðrir fá svo að ferja pokana niður í ruslatunnu.
Hvað er annars málið með allt þetta drasl
sem maður sankar að sér í hirslur heimilsins?
Ég skil ekki hvaðan þetta kemur allt saman.
En núna er ég búin að búa til pláss fyrir meira drasl
spurning hvað það tekur langan tíma að fyllast aftur.
Á sunnudagskvöldið kemur svo kaddlinn minn til landsins
og ég byrja á nýjum kafla í lífinu.
Er spennt, hrædd, glöð, hamingjusöm, áhyggjufull og ástfangin.
þetta er allt að koma.
Búin að vera frá vinnu síðan á þriðjudaginn
og fyrir fröken ofvirku,
þá er það aaaaðeins of mikið
þar sem mér var sagt að taka það rólega
(er það eitthvað ofan á brauð?)
og gera sem minnst.
Hef því verið að dunda mér við
að taka til í skúffum og skápum.
Það er nefnilega ekkert erfitt að sitja á rassinum
og setja dót í ruslapoka.
Aðrir fá svo að ferja pokana niður í ruslatunnu.
Hvað er annars málið með allt þetta drasl
sem maður sankar að sér í hirslur heimilsins?
Ég skil ekki hvaðan þetta kemur allt saman.
En núna er ég búin að búa til pláss fyrir meira drasl
spurning hvað það tekur langan tíma að fyllast aftur.
Á sunnudagskvöldið kemur svo kaddlinn minn til landsins
og ég byrja á nýjum kafla í lífinu.
Er spennt, hrædd, glöð, hamingjusöm, áhyggjufull og ástfangin.
8 Comments:
Miklar tilfinningar geta sest að í mallakút. Vonandi fer þér að batna, og gerðu nú eins og "mamma þín segir Jens". Farðu vel með þig og haltu áfram að vera ástfangin. Kær kveðja, Gulla Hestnes
er kallinn að flytja heim?
Oh vona að allt sé í orden hjá þér Linda mín.
Viljum ekki sjá þig í vinnunni, láttu þær nú einu sinni finna fyrir því að þurfa taka aukatíma!
Yndislegt að heyra með kaddlinn þinn.
Knús og kossar!!
Fávitabarn
Takk Gulla :-)
Jamm baun - um tíma ;-)
knús fávitabarn XX
Ekki hafa áhyggjur, bara vera glöð og kát því jón er kominn heim.
... jahérnahér! Allt gerist greinilega á meðan ég leggst í smábloggleti og fylgist ekki með!
Blindan hamingjusöm, ástfangin og svífandi á bleiku skýi (... og lasin) - allt að smella (... nema þetta síðasta). Bestu óskir um góðan bata. Og varðandi kærleikann og hamingjuna: Njóttu mín kæra, njóttu :)
vonandi ertu e-ð að skríða saman mín kæra.
Allt að skríða saman og "jón" er kominn heim.
Skrítið að vera í samlífi en ekki einlífi - en gott og venst vel.
Þakka góðar kveðjur XXX
Skrifa ummæli
<< Home