laugardagur, ágúst 23, 2008

Raunir 39

Fór með útlendinginn út í upplifunina.
Það var frekar blautt og kalt
og ekki fór nú mikið fyrir menningunni
þó svo að hitt og þetta væri í gangi.
Veðrið spilaði að sjálfsögðu inn í stemmninguna
en mér fannst persónulega allt of mikið
af þurrum, óspennandi viðburðum í boði,
en ekki nóg fjör.
Einnig finnst mér skrítið
að nánast ekkert nema myndlist
var í boði innandyra.

Sáum þó unga snillinga spila músík
á svölum inni í porti.
Voru þeir fantagóðir og skemmtilegir,
en mér skilst að bandið heiti "Hinir".

Settumst svo loppin inn á kaffihús
og fengum okkur heitt kakó,
svo heim í strætó.
(Alltaf líður mér undarlega í íslenskum strætó)

Einhver banki er svo með tónleika
í bakgarðinum mínum í kvöld.
Aldrei að vita nema maður kíki,
það er - ef hann hangir þurr helvítið á honum.

1 Comments:

Blogger SHAR said...

aaarg litli frændi Finnboga-sonur er í hljómsveitinni Hinir, trommari. gríðarflott band.

10:39 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home