sunnudagur, ágúst 31, 2008

Raunir 41

Það er eitthvað svo ljómandi dásamlegt
að vakna inn í bjartan og fagran morgun
og mjög svo ólíkt því
að rumskast inn í grámyglu og vætu undanfarinna daga.

Fórum á músíkhátíð í gærdag
og sátum fram á kvöld.
Yndisleg skemmtun
en þarna voru saman komnir
íslenskir og erlendir "trúbadorar"
sem spiluðu og sungu frumsamið efni.

Staðurinn nýopnaður "Café Rosenberg"
sem nú hefur verið endurvakinn
á Klappastígnum (neðan við Laugarveginn).
Vinalegur staður og hentar vel fyrir músíkflutning.
Vona bara að hann nái að blómstra og dafna,
þetta er einmitt það sem hefur vantað.

Í dag heldur svo hátíðin áfram
og aldrei að vita nema maður kíki aftur.

Skruppum í mat á Santa Maria
mexíkóskan veitingastað við hliðina á 22
en þar virðist mexíkósk fjölskylda
vera búin að koma sér upp góðum bissness.
brjálað að gera -
maturinn fínn, vel útilátinn og ódýr.
Eitthvað virtist þó yngsti bróðirinn vera ósáttur
og maður sá óþekktina skína úr andlitinu á honum
(hefur eflaust verið þvingaður upp á skerið af mömmu gömlu).

Því næst var haldið heim.
Þar sáum við sjálf um tónlistarflutninginn
en "útlendingurinn" hefur ekki enn gefist upp á
að reyna að koma mér yfir söngfeimnina.
Ryður hann frá sér hverju frumsamda laginu eftir annað
og pínir mig til að syngja.
Það er gaman -
en mikið fjandi getur maður verið asnalega feiminn stundum.

5 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég segi bara; það er yndislegt að lesa pistlana þína :)

2:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

mér finnst gott hjá kærastanum að "pína þig" til að syngja..fyrst þér finnst það gaman.

8:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg viss um að þú getur sungið, og það alveg ljómandi vel. Söngurinn allavega hljómar vel í eyrum þess sem er að semja. Njótið lífsins og hvors annars. Gulla Hestnes

10:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hér er blogg annars eiganda Santa Maria:
hryssa.blogspot.com

10:39 e.h.  
Blogger Blinda said...

Takk Swany :-)

Mér finnst það líka gott baun - en vildi að ég væri ánægðari með mig. ;-)

Takk Gulla - og svo er mér sagt.

Gaman að því nafnlaus - þú ert???

10:15 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home