mánudagur, september 01, 2008

Raunir 42

Skruppum upp á Esju í góða veðrinu í gær.
Vorum ekki þau einu sem fengu þá hugmynd,
þar sem nokkuð var um traffík fótgangandi.
Nú hefur "útlendingurinn" því klifið sitt fyrsta fjall
og er nokkuð stoltur
þrátt fyrir rasssæri og örlítin bakverk.

Veðrið var dásamlegt
en eins og sannur Íslendingur
hafði ég að sjálfsögðu klætt mig vel.
(lesist í fjórum lögum)
Maður er jú alltaf við öllu búinn.
Svitnaðir svo á við þrjá og allan peninginn
en upp á toppinn komumst við þó.

Útlendingurinn furðaði sig á fólki
sem þarna hljóp mótt og másandi upp brekkuna
og gat engan veginn skilið
hvers vegna einhver hleypur upp fjall.
"Tau sjaah þa ekki neina fallegt"?
sagði hann gáttaður
því honum fannst jú skemmtilegast að bara rápa
og svo glápa.

Á miðri leið var stoppað í persónulegri berjamó
en þarna voru þessar líka gósenbreiður
fullar af svörtum glitrandi berjaperlum.
Verst að ég var ekki með neitt ílát
svona til að týna smá í út á skyrið í dag
en.............þabaaaasona sko.

"Útlendingnum" var svo tíðrætt um áhrif veðurs
á lundarfar mitt-
og samlanda minna almennt.
Fannst áberandi hvað allt verður fúlt og dauft í regni
en svo lifnar allt við þegar sólin skín.
Fannst miður hvað nákvæmlega ekkert er í gangi
eða hægt að gera sem hann telur spennandi
þegar veður er fúlt-
þar sem hann hefur fengið að heyra
að það sé nú það sem bíður hans.

Nú þarf ég fullt af hugmyndum um hvað hægt er að gera
þegar ekki er hundi út sigandi
sem ekki felur í sér sjónvarpsgláp
eða lestur.

Nú getur hann loksins keypt sér hjól í dag
en það er merkilegt hvað danska kerfið almennt
er aftarlega á merinni varðandi allt sem kallast skriffinska.
Það er búið að taka hann tvær vikur að fá pappíra í pósti
og eina viku að fá peninga millifærða inn á reikning.
Það er ekki allt modern í Danmörku
og kannski ekkert skrítið að Íslendingar rúli þar í monnímálum.

Jæja -
farin í vinnuna.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

margir nota Esjuna eins og þrekstiga.

10:25 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

Mikið er ég sammála manninum, það er ekkert gaman að hlaupa upp um fjöll og gleyma að njóta úrsýnisins.

3:36 e.h.  
Blogger SHAR said...

það er fullt að gera í roki í rigningu. t.d. skella sér í regngallann og bomsurnar og láta svo veðrið berja sig á alla kanta. Ekkert eins hressandi og vera úti í brjáluðu veðri, vel klæddur auðvitað.
Fara niðrí fjöru og öskra út á hafið, syngja og dansa í rigningunni, stappa í pollum og reyna að ná regndropunum með tungunni. Fara svo heim blautur og kaldur og hamingjusamur með eplakinnar og hlýja sér við teppi og heitt kakó. Ekkert dásamlegra.

Velkomin til Íslands.

10:31 f.h.  
Blogger Blinda said...

Æ þú ert svo mikið krútt fía mín:-)
Það er alveg satt - þetta er góð skemmtun. Tek þig á orðinu - spurning með útlendinginn ( þarf náttúrulega að galla sig upp)

1:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home