laugardagur, september 13, 2008

Raunir 45

Það er náttúrulega ekki hægt
að vera þekktur fyrir annað
en að taka þátt í flensunni.
Hélt ég væri sloppin,
en er svo bara hér í horinu og beinverkjunum.
Greinilegt að mótstaða er í lágmarki.

Unnum þó smá sigur í gær
þegar gamli maðurinn var loks færður á spítala.
Það róar taugar og sál,
þó svo að það boði ákveðinn endi í leiðinni
og bjóði sorginni heim.

Einn dagur í einu
ekki hægt að ætlast til annars.
Hvernig er það - Deyja flestir úr krabbameini í dag?

Að öðru ólíku.........
Hvaðan kemur orðið bros....
anyone?

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ, en leitt að vita af honum pabba þínum svona veikum. Sendi mínar bestu kveðjur, ég á fallega minningu um hann.

11:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og vitanlega batakveðjur til þín.

11:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Brosa: Uppruni óljós.

1:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

risaknúúúús

2:04 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

batakveðjur Linda!

10:36 f.h.  
Blogger Syngibjörg said...

Farðu vel með þig og láttu knúsa þig í bak of fyrir.
Bestu kveðjur.

10:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Farðu vel með þig mín kæra. Gulla Hestnes

1:06 e.h.  
Blogger Blinda said...

Takk Kristín - ég skilaði kveðjunni og það fallega var að hann virtist muna eftir þér. Átti að skila kveðju til baka.

takk fía mín og þið allar. XXX

7:39 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég vona að pabba þínum líði eins vel og hægt er og að þú sért að ná þér. Hafðu það gott og því miður, veit ég ekki hvar þú gætir náð þér í mandolín. Craiggs list kannski?

1:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home