mánudagur, september 08, 2008

Raunir 44

Er í magnesíuminu (inununu)
Finn ekki tilfinnanlega fyrir því að það virki á svefnleysið
en það hins vegar hefur hliðarverkun
sem ég hafði ekki hugmynd um.....
og hafa þarmar mínir því lést tilfinnanlega undanfarið.

Ætla þó að halda áfram að taka það inn
til að vera viss.

Fór og kíkti á gömlu hjónin með þrjóskuröskunina.
Pabbi litli orðin ansi lúinn
og lítið eftir af honum kallanganum
en ekki skal tekið í mál að fara í innlögn
sama hvað hver segir.

Maður stjórnar víst ekki foreldrum sínum
sér í lagi þegar þau eru þverari en andskotinn.
Er því hætt að reyna.
Samræður við veggi hafa aldrei skilað mér árangri.

Vinnan er farin að ganga ansi nærri mér
þar sem ég næ ekki enn að hvílast
og er ýmislegt farið að bila hér og þar
auk þess sem að skapið þvælist fyrir mér.
Aumingjans útlendingurinn skilur ekkert í mér
og finnst hann örugglega hafa verið svikinn hingað
á fölskum forsendum.

Krakkarassgatið búið að ná sér í haustflensuna
með tilheyrandi furðulagum verkjum og einkennum
sem eiga sér enga hliðstæðu og þyrfti dr House til að greina,
verst að ekki er einu sinni til stðar heimilislæknir
þannig að gamla góða " farðu að prumpa" aðferðin
er notuð óspart
ásamt því að krossa fingur.

En lífið heldur áfram.
Enn er leitað að vinnu fyrir útlendinginn.
Enn er spáð og spekúlerað í utanferðir og flutning.
Enn læt ég mig dreyma.

Bráðum.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef á tilfinningunni að þú sért ekki ólík pabba þrjóskupúka! Hlustaðu á skrokkinn þinn og sálina og farðu vel með þig. Kær kveðja í kotið. Gulla Hestnes

9:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Kræst - ertu ekki enn farin að sofa!
Nú neyðist ég til að lána þér syni mína í nokkra daga. Meðvitundarlaus í viku á eftir.

Já nei, þú verður að taka þér frí kona góð. Alltof mikið í gangi og bitnar á kroppnum á þér.

Remember - kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki.

1:08 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Elsku mín kæra, mikið óskaplega hlýturðu að vera orðin þreytt. Vonandi fer ástandið að lagast. Ég tek undir með þeim að ofan og klappa þér ástúðlega á bakið um leið og ég geri það:)

1:58 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bara allt of mikið að hugsa ... liggur og hugsar og hugsar og hugsar!

Reyndu að draga hugann inn á við og hætta að næturþeli að hugsa um allt það sem þú ert að stússa ... pæla og vona ... dragðu hugann niður í litlu tá ... og svo upp í magann sem lyftist rólega og taktfast með önduninni.

Leyfðu huganum að slaka á inni í þreytta líkamanum og þá sofnar þú!

Farðu vel með þig - við eigum bara þetta eina líf - njóttu :)

11:07 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég gleymdi að vara þig við aukaáhrifunum, en þau jafna sig svo út. Kveðja K.

1:32 e.h.  
Blogger Blinda said...

Iss engin trjoska her .....wink wink

Fri er ekki option - en eg skal lofa ad taka tvi eins rolega og eg get fia min. ( nakvaemlega ;-) )

takk fyrir klappid..

ad hugsa er ad vera......eda er tad ekki ;´) nei nei, er ad reyna ad slaka

ja, aukaverkanirnar eru stemmari - en eg er nu ollu von.

12:41 e.h.  
Blogger Langi Sleði said...

ansans brölt er á þér kona.
...slepptu kaffi og gosi allan daginn.
hafðu opinn glugga og heitt á ofninum.
...taktu rafmagnstækin í svefnherberginu úr sambandi.
og nálgastu nóttina með jákvæðu hugarfari.
nýr tannbursti og sniðugt tannkrem geta gert kraftaverk

8:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef notað Baldrian+ þegar ég á erfitt með að sofa.
Er náttúrulyf og ekki ávanabindandi. Hér eru smá upplýsingar um það.
http://www.lyfja.is/Sida/1669/Merkja/Baldrian/
Er óþekktur lesandi (enginn stalker þó, sem nú þakkar fyrir ánægjulegan lestur).
Gangi þér vel með svefninn, útlendinginn og lífði.

10:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ Linda

Ég hef aldrei heyrt þetta með að magnesíum virki á svefnleysi en aftur á móti eru melantonin töflur stundum notaðar til að koma skikki á svefn. Svo held ég stundum ef að svefnleysið er orðið svona langvarandi að það borgi sig hreinlega að sporðrenna einni svefntöflu í eitt skipti til freista þess að rjúfa vítahringinn ... það er oft nóg til þess að fólk nær sér á rétt ról og tala ég nú af minni hjúkkureynslu ;)

Gangi þér vel ... kíki alltaf á bloggið þitt annað veifið og hef gaman af enda ertu með alveg spes góða frásagnargáfu.

Kveðja , Lóa

4:19 f.h.  
Blogger Blinda said...

Takk fyrir öll góð ráð kæru lesendur.
Held að ég sé búin að prófa þau öll ( nema þetta með tannburstann og sniðuga tannkremið - var ekki alveg að skilja það dæmi) en.......það e rsama hvað ég rembist - ekkert gerist.
Ég ætla því að freista gæfunnar á heilsugæslunni og skella í mig nokkrum fullorðins.
Þetta gengur ekkert svona.

Annars er ég komin með flensuna hennar dóttur minnar núna - svo kannski þetta leysist allt með hitanum. krossa rasskinnar

3:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú færð ekki landvistarleyfi annarsstaðar...búið að ganga frá því :)
Draumur

2:26 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home