fimmtudagur, september 25, 2008

Raunir 48

Við byrja á að þakka fyrir fallegar kveðjur.
Það er gott að finna fyrir góðum straumum.
Takk yndislega fólk.

Annars er andlitið teygt og togað þessa dagana
og hef ég séð fegurri spegilmyndir um ævina.
Margt sem þarf að gera og græja
og ég mun aldrei skilja allt þetta stúss
sem á fólk er lagt í sorginni.
En þetta hefst víst allt á endanum.

Enn er ég þreytt og lúin
því svefninn er slitróttur og laus
en fjandinn hafi það
hlýt að fara að ná þessu
(hef jú gert þetta í 41 ár).

Vinnan er alveg í það mesta núna
og ég finn tilfinnanlega fyrir því
hversu erfitt það er að brölta á fætur
á undan fyrsta hanagali.

"Útlendingurinn" er að gefast upp á Íslandinu.
Finnst veðrið ekki mjög spennandi
og upplífgandi fyrir skapið.
Finnur sér ekkert að gera í íslensku efnahagsástandi
og vantar sárlega hljómsveit til að leika sér með.
Langar líka að draga mig í badmintonspil
sem væri gaman
ef ekki kostaði nokkrar milljónir að spila slíkt sport.
Oh well................

Annars er bara verið að bíða eftir unglingnum
sem var í Frakklandi
að skoða mýs og menn.
Það verður nú gott að fá hana í fangið.

Jæja,
Farin að skoppa eina ferðina enn.
Vona bara að baugarnir flækist ekki í fótunum á mér.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku kerlingin, en veistu, það birtir um síðir þótt okkur þyki sem allt sé að fara í vaskinn. Sendi góða strauma. Farðu eins vel með þig og hægt er, og helst dálítið betur. Kærust kveðja, Gulla Hestnes

9:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hugsa til þín, vona að hlutirnir færist fljótlega í betra horf.

11:07 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég tek undir með þeim að ofan, ég hugsa til þín og sendi þér stórt og hlýtt faðmlag.

1:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilegustu samúðarkveðjur til þín og þinna. Þekkti til pabba þíns, þess góða manns, og einnig til bróður þíns, sem var alltaf í sér uppáhaldi hjá mér ....
Allra betu kveðjur og óskir!

5:07 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

Vona allt það besta fyrir þína hönd og þinna.
Ljúfar yfir.

10:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home