mánudagur, september 15, 2008

Raunir 47

Ég er eitthvað hálf áttavillt í líðaninni núna.
Geri mér ekki alveg grein fyrir tilfinningum mínum
sem er í mínu tilfelli
frekar nýtt
og ansi mikið skrítið.

Það er eins og að það hafi komið yfir mig doði
og gífurleg þreyta
og ástandið virðist ekki snerta mig
á eðlilegan hátt.
Mig langar bara að sofa
og láta eins og ekkert sé að gerast.
En á sama tíma - get ég ekki sofið.

Svara ekki síma
og langar ekki í vinnu -
geri það samt......
þ.e. fer í vinnu - en ekki hvað?

Ég veit ekki hvort ég er að fá í hausinn
það sem ég bældi niður fyrir tæpu ári síðan
og það sé verið að neyða mig
til að horfast í augu við staðreyndir
og veruleikann í öllum sínum ljótleika.

Dauðinn er jú partur af prógramminu,
fólk fer
en ............
á maður að þurfa að díla við hann
svona oft
á svo skömmum tíma?

Örugglega.

Gerist út um allt.

Þetta er samt svo óraunverulegt
og að vissu leiti er þetta gunguskapur í mér.
En það er ekkert fallegt við að horfa á fólk deyja
því það er andskotann ekkert sem þú getur gert
og lífið er ekki bandarísk bíómynd - ekki dauðinn heldur.

En það er eins og eitthvað hafi dáið inni í mér í fyrra
og núna er ég bara dofin.
Þetta er bara spurning um stundir
en samt sé ég mér ekki fært að eyða þeim
við hlið hans............
eins og ég hefði viljað
fá það tækifæri í fyrra.
Skrítið.

Núna líður mér bara eins og fimm ára
og langar bara að breiða upp fyrir haus.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mundu bara að vinir eru það eina rétta á svona stundum, það MÁ leita til þeirra þó ekki sé til annars en að gráta. Nú, eða þá prófessjónal stuðningur, ekkert athugavert við það heldur. Klapp á öxl frá París. Kristín.

5:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tek af heilum hug undir með síðasta ræðumanni, við getum ekki allt ein. Gangi þér vel mín kæra, Gulla Hestnes

10:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég samhryggist þér í raunum þínum Linda mín ... þú veist hvar mig er að finna (og ég á síma).

Ég hugsa til þín!

11:41 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég samhryggist þér líka í því sem dynur yfir núna. Ég vildi að ég gæti sagt eitthvað að viti..vertu bara órög við að nota axlir og eyru þeirra sem næstir þér standa þegar þú ert tilbúin því það er ótrúlegt hvað það hjálpar. Hafðu það gott og kossar og knús héðan.

6:22 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

Knús, faðmur og bros er það sem ég get sent þér núna í von um bjartari daga.

11:37 e.h.  
Blogger Blinda said...

takk - knús....

2:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home