laugardagur, október 11, 2008

Raunir 55

Í spriklvinnunni í morgun
spjallaði ég við nokkrar konur
sem starfa sem almennir starfsmenn í banka.
Þessar konur voru þrátt fyrir ástandið léttar í lund,
sem er aðdáunarvert
því þær höfðu ótrúlegar sögur að segja.

Nú er ég, sem almennur borgari
og ég leyfi mér að segja - verkalýður -
meira en lítið hissa á framferði fólks
(allrahanda viðskiptavina)
sem hafa gert sér ferð í bankana undanfarna daga.

Reiði mín vegna þeirra atburða sem hafa átt sér stað
hefur nefnilega að sjálfsögðu beinst að fjárglæframönnum
og ráðamönnum bankanna og Seðlabanka,
sem stunduðu vítavert kæruleysis og skítlegt eðli
í umgengni við fjármuni þjóðarinnar,
en aldrei myndi mér detta í hug
að kenna gjaldkerum og þjónustufulltrúum bankanna
um hamfarirnar sem nú dynja á okkur.

Það gerir hins vegar ógrynni af fólki.

Það gerir sér lítið fyrir
og hellir sér yfir hinn almenna starfsmann
og eys yfir hann óhróðri og skömmum
með tilheyrandi blótsyrðum og viðbjóði.

Mér finnst þetta með ólíkyndum.
Er fólk virkilega svona illa gefið?
Því miður virðist svo vera.

Verst er að þetta er sama fólkið og skammar kassastarfsmenn
fyrir hátt verðlag í verslunum.

Þessir aumingjans starfsmenn sjá margir fram á að missa vinnuna
hafa flestir tapað sparifé sem það fjárfesti í vinnustað sínum
og býr við jafnmikla - ef ekki stundum meiri óvissu en við hin.

Ég segi bara skamm.
Svona gerir maður ekki.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

leiðinlegt að heyra þetta, ömurlegt að láta gremju sína bitna á saklausu fólki.

3:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf svona, því miður er víst nóg af illa gefnu og óforskömmuðu fólki sem telur heiminn snúast í kringum það sjálft.
Annars ættirðu að fá kveðju frá mér í sprikltíma bráðum frá uppáhalds konunni minni í öllum heiminum. Henni finnst þú frábær, jákvæð og hress.

8:59 f.h.  
Blogger Blinda said...

já stelpur mínar.....fólk er fífl - sumt - því miður.

En takk Kristín - gott að heyra að maður sé að gera eitthvað vel
:-)

10:46 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er jú skrattans plebbarnir sem vaða á skítugum skónum yfir þá sem síst skyldi en mundu svo ekki þora að stynja upp orði ef þeir stæðu frammi fyrir Jón Ásgeiri, Bjögga Thor, Dabba kóng eða öðrum slíkum. Heldur falla að fótum þeirra í sinni litlu sál, í von um að fá að ferðast í skugga þeirra.

11:07 e.h.  
Blogger Blinda said...

og svo eru þeir sem segja ekki múkk þessa dagana yfir nokkrum sköpuðum hlut - og þá meina ég við þá sem eiga skammirnar skilið - á ekkert að fara að krefjast aðgerða og flenginga á þessu skeri eða hvað??

4:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home