þriðjudagur, október 21, 2008

Raunir 60

Heilt ár í dag.
Er það ekki merkilegt
hvað tíminn líður hratt?

Mín tilfinning er ekki sú
að nú sé heilt ár liðið,
enda líður ekki sá dagur
að ég hugsa ekki til hans
eða um hann.

En lífið heldur víst áfram
og á þessu ári hefur margt dunið yfir
og ýmislegt gerst.

Það kennir mér að allt líður hjá,
einnig að allt tekur enda
og að lífið er stutt.

En ég sakna hans endalaust.

Munum eftir náunganum þegar við ferðumst gegnum lífið.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breitt
og aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Gefum af okkur og gefum fólkinu í kringum okkur tíma.
Örlítil hlýja, falleg orð, klapp á bakið,
geta skipt sköpum
þegar sálin er í darraðadansi myrkursins
og ekkert virðist bjart framundan.

Faðmaðu fólkið þitt í dag
og segðu þeim að þér þyki vænt um það.
Það kostar ekki neitt,
en getur verið ótrúlega dýrmætt.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Söknuðurinn verður alltaf, en hann verður ekki eins sár með tímanum. Búin að segja mínu fólki í dag að ég elski þau,og geri það daglega. það kostar ekkert nema vellíðan. Kær kveðja, Gulla Hestnes

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

varð hugsað til þín krúsa þegar ég sá hvaða dagur er í dag...
RIIIISA stórt knúúúús frá mér - lovjú a long tæm

hlakka voða mikið til upptroðslunnar næsta mánudagskvöld...

1:34 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég sendi þér stórt og hlýtt faðmlag yfir hafið og óska þér friðarstundar með sjálfri þér í dag þar sem þú leyfir hugsunum þínum og söknuði að koma fram.

2:48 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

KNÚÚÚS.

1:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home