Raunir 57
Fór í löngu tímabært og í raun langþráð nudd í gær.
Nuddsnillingurinn var sambloggari og ljóðskáld
og ég lýg því ekki - þetta var besta nudd sem ég hef fengið.
Að auki verslaði ég svo stórgóða ljóðabók að glugga í.
En............
Konan er fædd í verkið
enda með eindæmum ljúf og gefandi manneskja
með sterkar, vandvirkar og góðar hendur
og hún er ein af þeim sem gerir allt vel.
Það er mikill munur á skrokknum eftir þessa meðferð
en ég ætla þó að hitta hana aftur..............og vonandi aftur.
Skil bara ekki hversvegna ég hef ekki gert þetta fyrr.
Sendi henni koss hér með.
Annars er búið að kreppast svolítið hér á bæ.
Ekki það að við séum búin að tapa nokkrum milljónum,
en - útlendingurinn fær greiðslur frá Danmörku
sem eru reiknaðar á genginu 15 (why???)
og þarf svo að senda pening - fenginn á því gengi
aftur til Danmerkur til að greiða aðrar skuldir.
Great!
Það þýðir einfaldlega ansi mikið tap og erum við létt pirruð
því ekki vorum við rík fyrir.
Erum samt fegin að hann leigði ekki Íslendingi (!!)
Ég er búin að stilla yfir á "ég er atvinnulaus" stýrikerfið
og ét nú bara hrísgrjón, baunir og núðlusúpu.
Tekst samt ekki að hætta að reykja.
Er nú blankari en þegar ég var einstæð
sem er skrítið -
en segir margt um það nunnulíf sem ég hef lifað undanfarin ár.
Þurfti að leiðrétta nokkrar konur sem voru að kætast
yfir kvenmanns bankastjórunum öllum saman.
Auðvitað er kallað í konur þegar þrífa á upp skít
og enginn heilvita maður
tæki að sér þetta óþrifaverk
fyrir meira en helming þeirra launa sem áður voru í boði.
Svo auðvitað ef allt klúðrast
er hægt að kenna keddlingunum um allt saman - aftur.
Mér finnst annars allt þetta fjármálatal leiðinlegt
og það gerir mig bara pirraða og leiða
enda skil ég ekki helminginn
og svo var ég ekki með nein hlutabréf eða sjóði.
Skilst þó að mamma greyið, nýorðin ekkja
sé ekki í eins góðum málum og pabbi litli hafði gert ráð fyrir.
Þannig að allt bitnar þetta nú á endanum á gamla fólkinu
og mér og þér.
Venjulega fólkinu, sem þarf nú að skera enn meira niður
í brýnustu nauðsynjum
( já- ég veit - ég reyki......enginn er fullkominn)
og borga yfirvexti á "trabant" bílunum sínum og tryggingum.
Vildi stundum að ég hefði bara tekið þátt í svallinu.
Þá hefði í það minnsta verið gaman á meðan
og að verður víst enginn skammaður fyrir þetta hvort eð er.
Oh well - den tid den sorg.
Er annars að fara að verða mér til minnkunar þ. 27.október.
Mun hefja upp raust mína á café Rósenberg með útlendingnum
sem hefur samið svona líka mikið af ljúfum lögum.
Komið endilega og híið.
Frítt inn - en styrkir vel þegnir í þartilgerðan hattræfil.
Ég verð þessi með sólgleraugun og húfuna
sem getur ekki sungið rass.
Yfir og út.
Nuddsnillingurinn var sambloggari og ljóðskáld
og ég lýg því ekki - þetta var besta nudd sem ég hef fengið.
Að auki verslaði ég svo stórgóða ljóðabók að glugga í.
En............
Konan er fædd í verkið
enda með eindæmum ljúf og gefandi manneskja
með sterkar, vandvirkar og góðar hendur
og hún er ein af þeim sem gerir allt vel.
Það er mikill munur á skrokknum eftir þessa meðferð
en ég ætla þó að hitta hana aftur..............og vonandi aftur.
Skil bara ekki hversvegna ég hef ekki gert þetta fyrr.
Sendi henni koss hér með.
Annars er búið að kreppast svolítið hér á bæ.
Ekki það að við séum búin að tapa nokkrum milljónum,
en - útlendingurinn fær greiðslur frá Danmörku
sem eru reiknaðar á genginu 15 (why???)
og þarf svo að senda pening - fenginn á því gengi
aftur til Danmerkur til að greiða aðrar skuldir.
Great!
Það þýðir einfaldlega ansi mikið tap og erum við létt pirruð
því ekki vorum við rík fyrir.
Erum samt fegin að hann leigði ekki Íslendingi (!!)
Ég er búin að stilla yfir á "ég er atvinnulaus" stýrikerfið
og ét nú bara hrísgrjón, baunir og núðlusúpu.
Tekst samt ekki að hætta að reykja.
Er nú blankari en þegar ég var einstæð
sem er skrítið -
en segir margt um það nunnulíf sem ég hef lifað undanfarin ár.
Þurfti að leiðrétta nokkrar konur sem voru að kætast
yfir kvenmanns bankastjórunum öllum saman.
Auðvitað er kallað í konur þegar þrífa á upp skít
og enginn heilvita maður
tæki að sér þetta óþrifaverk
fyrir meira en helming þeirra launa sem áður voru í boði.
Svo auðvitað ef allt klúðrast
er hægt að kenna keddlingunum um allt saman - aftur.
Mér finnst annars allt þetta fjármálatal leiðinlegt
og það gerir mig bara pirraða og leiða
enda skil ég ekki helminginn
og svo var ég ekki með nein hlutabréf eða sjóði.
Skilst þó að mamma greyið, nýorðin ekkja
sé ekki í eins góðum málum og pabbi litli hafði gert ráð fyrir.
Þannig að allt bitnar þetta nú á endanum á gamla fólkinu
og mér og þér.
Venjulega fólkinu, sem þarf nú að skera enn meira niður
í brýnustu nauðsynjum
( já- ég veit - ég reyki......enginn er fullkominn)
og borga yfirvexti á "trabant" bílunum sínum og tryggingum.
Vildi stundum að ég hefði bara tekið þátt í svallinu.
Þá hefði í það minnsta verið gaman á meðan
og að verður víst enginn skammaður fyrir þetta hvort eð er.
Oh well - den tid den sorg.
Er annars að fara að verða mér til minnkunar þ. 27.október.
Mun hefja upp raust mína á café Rósenberg með útlendingnum
sem hefur samið svona líka mikið af ljúfum lögum.
Komið endilega og híið.
Frítt inn - en styrkir vel þegnir í þartilgerðan hattræfil.
Ég verð þessi með sólgleraugun og húfuna
sem getur ekki sungið rass.
Yfir og út.
8 Comments:
Ég er viss um að þú og þið verðið flott þarna uppi á sviði og væri ég mikið til í að hlusta á ykkur. Ég vona að móður þinni líði vel. Hafðu það gott og þið, kveðjur,Svanfríður.
Kossinn móttekinn :* (og lofið gott). Það gleður mig að þér líður betur, vegna þess að þegar fjármálin eru sett á aðra vogarskálina og heilsan á hina ... þá veit ég hvora skálina ég myndi velja.
Sjáumst fljótt :)
- höfum kannski tíma fyrir meira spjall næst!
hugskotið er snillingur, það tek ég undir.
Gott hjá þér, vona að gangi þrusuvel og auðvita getur þú ekki sungið rass heldur sungið í míkrófón.Hljómar milu betra.
Yndislegt að lesa bloggið þitt Linda mín, ég mæti sko sveitt og hress 27.okt.
Þó maður eigi engan pening þá vil ég gefa þér þetta:
Það er yndislegt að þekkja þig og alger forréttindi, þú ert ein af bestu manneskjum sem ég þekki og ég vona að ég muni þekkja þig fram í rauðan dauðann !
Sko þetta var ókeypis, en ertu ekki aðeins ríkari ? ;)
Takk Swany min- sendu mer styrk- kiss og knus
Elsku hugskotid mitt. thu ert yndi og engill. skrokkurinn hefur sjaldan verid betri. thu ert gull og a rettum stad.
rett er thad baunsa min ;)
takk syngibjorg. eg skal reyna ad hitta i mikrofoninn, annars syng eg bara i rassinn a utlendingnum.hehe
elsku litla aulabarnid mitt. thu ert svo mikil gersemi ad ollu leiti og eg vona ad thu farir ad atta thig a thvi. eg aetla sko ad fa ad eiga thig og thekkja fram i raudan daudann, thar sem thu aetlar ad sjalfsogdu ad hugsa um gomluna thegar hun er komin med rugluna ;D
lof ju long time XXX thu best
Ég verð með þér í huganum, en mikið djö...hvað ég óska að ég gæti verið á staðnum. Ég myndi sko ekki hía, og farðu aftur til góðu konunnar með hlýju hendurnar. Kveðja í kotið. Gulla Hestnes
Ég naga mig stundum í handarbökin fyrir að vera föst í vinnu öll mánudagskvöld ... annars yrði ég örugglega skælbrosandi á fremsta bekk á Rosenberg - en ég veit að þú átt eftir að rúlla þessu upp ...
... klukkan hvað verður viðburðurinn?
Skrifa ummæli
<< Home