mánudagur, mars 30, 2009

Tjúllipúlliraunir

Er eitthvað óttalega tæp á tjúllinu þessa dagana.
var nánast alla helgina undir sæng
og ríghélt í bókina sem ég var að lesa.
Sem betur fer var það American Gods
þannig að mér leiddist ekki á meðan.

Securitas segja að hægt sé að fá bílinn afhentan
ef þú skilur hann eftir í þeirra umsjá
á meðan þú ert erlendis -
er þá hægt að biðja um að fá hann ekki afhentan?

Ég þjáist af ýmiskonar óskiljanlegum kvillum
eins og t.d. fitu
og ósjálfráðum kippum í líkamanum.
Á líka erfitt með að sofna
og enn erfiðara með að vakna á morgnana,.
held ég sé komin á kellinguna
svei mér þá......
búin að panta tíma hjá lækni.

Núna eru þrír mánuðir liðnir
frá því að ég hárhreinsaði á mér skrokkinn síðast
fyrir utan handakrikana
þeir eru svo "in the open"
og er því komin nokkuð nálægt
náttúrugyðjunni í sjálfri mér.
Phhhíííjúúúh.
Mér finnst þetta svooo ekki smart -
en það sér mig enginn bera nema ég
svo hví ekki að skera niður notkun á lúxusvörum
svona rétt á meðan ástandið varir.

Er með Dominic nunnulagið
ENDALAUST á heilanum!
Ekki pleasant.
Fólki finnst ég skrítin
mér finnst ég bara ljót, feit og gömul.
Það hlýtur að líða hjá
ásamt hormónaröskuninni.

Mig langar í kisu
en ætla ekki að fá mér svoleiðis.
brennt barn og allt það stöff.

Dominic....anic, anic
Il parcourt l'Europe a pied,
Scandinavie au Provence
Dans la sainte pauvrete.........

þriðjudagur, mars 24, 2009

Ammlisraunir

Þá er maður orðinn árinu eldri.
Fór í gegnum það nokkuð áfallalaust
og hélt m.a.s. af því tilefni heljarinnar skrall.
Fann hins vegar tilfinnanlega fyrir aldrinum daginn eftir.
Ekki í boði lengur að skrallast til 7 á morgnana
jafnvel þó það sé í heimahúsi.

En þetta var hin ljúfasta skemmtun
og gestirnir voru yndislegir og skemmtilegir í alla staði.
Gáfu mér meira að segja pakka!!
Mér finnst gaman að fá pakka.

Samskipti mín við útlendinginn eru frekar döpur þessa dagana
þar sem að ekki er hægt að liggja í símanum til útlandsins
og ekkert er skype-ið eða msn-ið í tölvuleysinu.
Það er ekki að gera mikið fyrir tilhugalífið.
Oh well.

Mér finnst árferðið erfitt
og þarf að berjast við að halda geðinu uppi.
Öryggisleysi og innilokunarkennd er að fara með mig
og ég er voðalega oft blá eða þá pirruð.
Gaman að því......

Veit ekki hvað ég er að baula hérna inni
hef í raun ekkert að segja.
ætli það sé ekki bara þessi vanalega hreinsun -
betra úti en inni segja þeir.

miðvikudagur, mars 18, 2009

Stjórnarraunir

Ekki að ég hafi ekki vitað það fyrr,
en nú hefur það verið endanlega staðfest.
10 % landsmanna eru í lagi
90% þeirra eru hins vegar sauðsþenkjandi fávitar.

...og já, ég er ennþá á vinnutölvunni......

þriðjudagur, mars 17, 2009

Tölvuraunir

Er klárlega tölvufíkill
og hef varið undanförnum vikum
í fráhvörfum.

Spurning hvort ég eigi að láta eiga sig
að láta gera við drusluna.

Ég er greinilega allt of háð kvikindinu.

fimmtudagur, mars 12, 2009

Skilningsleysisraunir

Eitt sem ég skil ekki
(skil að vísu ekki margt)
en............
það er alltaf verið að tala um heimilin
sem eru "verst" stödd
og að við verðum að bjarga þeim.

Eru þessir "verst" stöddu
þeir sem að eyddu mest
í stór hús,
flatskjái,
tjaldvagn
og "fullkomið" innbú........
eða er þetta bara venjulegt fólk
sem er verið að taka í boruna
vegna almennra lána?

Ég er ekki "verst" stödd
vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram
og ég get enn........
með frystingu á lúxusbílaláninu
greitt af mínum lánum,
en það fer að síga á seinni hlutann
og ekki fer það batnandi.

Sit ég þá bara hjá
vegna þess að ég sukkaði ekki?

peningaraunir

Samkvæmt "Tækninni að verða ríkur"
er ég búin að vera í ruglinu
nánast frá fæðingu.
Ekkert skrítið að maður sé blankur.....

En mér finnst þetta rosaleg vinna
að ætla að fara eftir þessari trú
og veit ekki hvort ég hafi hreinlega orku til þess.

Verð því líklegast bara blönk áfram
og glöð eftir því....... nei, andskotinn.

Ætli maður verði ekki að láta á þetta reyna.

Draga andann djúpt......
og svo obbosí! -
og útí....

þriðjudagur, mars 10, 2009

- - - - - -

Ég er föst hérna.
Ég er endalaust reið.
Ég skil ekki lífið mitt
og reyndar skil ég bara ekki fólk.

Ég sagði alltaf að þetta væri skítaland.

miðvikudagur, mars 04, 2009

Skapraunir

Ég verð að viðurkenna
að ég hef oft verið í betra skapi
en akkúrat núna......