fimmtudagur, mars 12, 2009

Skilningsleysisraunir

Eitt sem ég skil ekki
(skil að vísu ekki margt)
en............
það er alltaf verið að tala um heimilin
sem eru "verst" stödd
og að við verðum að bjarga þeim.

Eru þessir "verst" stöddu
þeir sem að eyddu mest
í stór hús,
flatskjái,
tjaldvagn
og "fullkomið" innbú........
eða er þetta bara venjulegt fólk
sem er verið að taka í boruna
vegna almennra lána?

Ég er ekki "verst" stödd
vegna þess að ég eyddi ekki um efni fram
og ég get enn........
með frystingu á lúxusbílaláninu
greitt af mínum lánum,
en það fer að síga á seinni hlutann
og ekki fer það batnandi.

Sit ég þá bara hjá
vegna þess að ég sukkaði ekki?

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skilningsskortur þinn er skiljanlegur...hver skilur þetta? Kærust kveðja frá Hornafirði.

10:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Linda, ég heiti Rannveig og les stundum bloggið þitt. Þú ert góður penni og margt gott sem frá þér kemur, en ég verð bara að kommenta á eitt; sukkið, sem þú svo kallar. Ég keypti mér flatskjá og sófasett, en ég er ekki sukkari. Ég hafði efni á þessu án þess að vera ein af elítunni og vaða í peningum. Ég er "venjulegt fólk". Mér finnst liggur við eins og maður megi ekki eignast neitt án þess að vera talinn eyða um efni fram og vera sukkari. Ég skil reiðina í fólki sem hefur lítið á milli handanna, en að vera bitur og sár út í þá sem geta leyft sér smá munað finnst mér ekki sanngjarnt. Æ, varð bara að koma því að, að það er eitt að vita ekki aura sinna tal og annað að geta leyft sér hluti öðru hvoru.

11:25 e.h.  
Blogger Blinda said...

Sæl Rannveig.
Að sjálfsögðu fellur það ekki undir sukk að eyða innan sinna efnamarka. Ef að þú áttir pening fyrir þessu og varst ekki að taka lán til að eignast þessa hluti, þá að sjálfsögðu er það ekki sukk - segir sig sjálft ;)

Sukk er að eyða um efni fram og taka endalaus lán fyrir ónauðsynlegum hlutum. :D
Ekki vera sár - þú ert ekki sukkari.

3:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætli þeir "verst stöddu" séu ekki þeir sem keyrðu upp einkaneyslu sína í takt við há laun og gíruðu sig upp í lánum til að fjármagna neysluna enda greiðslugetan góð og sívaxandi... en eru nú atvinnulausir og þurfa að díla við stóraukna greiðslubyrði á meðan tekjurnar eru aðeins brot af því sem var, þ.e. atvinnuleysisbætur... glæsivillan selst ekki og enginn vill Range Roverinn og BMW-inn... sligandi rekstrarkostnaður af öllu saman og enn verið að borga á visa-rað allar helgar- og sólarferðirnar sem voru farnar í fyrra...
Fífí

6:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home