mánudagur, febrúar 23, 2009

Heilaraunir

OK
Setjum þetta upp svona.....

Segjum að ég nái að selja íbúðina.
Hvað geri ég þá við peninginn?

Hvað geri ég við húsgögnin?
Tek ég þau með mér út......eða.....
Ég meina.....útlendingurinn á ekki neitt af viti....
sel ég þau?

Hvað er hagstæðast?

Mér skilst að ég megi ekki selja bílinn úti
nema ég sé búinn að eiga hann í meira en 2 ár.
Hvað geri ég þá við hann?
Mig langar ekkert að eiga bíl í Kaupmannahöfn.

Hvernig gengur maður frá málum
hjá t.d. Lánasjóðnum?
Get ég fengið frystingu á láninu mínu þar
ef ég fer aftur í nám?

Hversu mikið kostar að koma drasli til Köben
og þá er ég bara að tala um smávörur.......
og hvað svo ef maður tekur með sér stærri hluti?
Er þetta eitthvað vit?
Ef ég geymi hinsvegar dótið hér þar til seinna
hvar geymi ég það?

Okkur vantar allt úti
rúm, sófa, potta og pönnur.......allt
sé ekki að ég fengi mikinn pening fyrir dótið
ef ég sel það hér
og þá enn frekar get ég ekki keypt nýtt úti.....
ef ég þá gæti selt það

Svona lætur heilinn í mér alla daga
og allar nætur núna.

Andskotas rugl!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Das Kolaportið?

Íris

10:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú greinilega ekki hlaupið að þessu. Skil vel pælingarnar, en þú kemur niður á lappirnar, því þinn tími mun koma! Kærust kveðja. Gulla Hestnes

11:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home