Endaraunir
Oftar en ekki
eiga setningar úr bíómyndum
og sjónvarpsþáttum það til
að festast í höfðinu á mér.
Til að mynda í hvert skipti
sem ég nota sápustykki í sturtu
kemur Chandler úr Friends upp í hugann
í umræðunni við Joey um slík stykki
þ.e. af hverju þeir ættu ekki að deila þeim:
"What's the last place I wash and the first place you wash?"
Þennan vetur hefur það verið setning
ú bíómyndinni "The Bucket List"
en þar fer Jack Nicholson með þá góðu línu:
"Never trust a fart"
Í vetur hefur íslenska þjóðin verið undirlögð
af upp og niðurgangspestum
en þær helltust yfir landann
um leið og stórhreinsanir hófust
í valda og stjórnarstöðum.
Virðist sem ein allsherjar skituhreinsun eigi sér stað.
Út með drulluna!
Ykkar yndisleg hefur að sjálfsögðu fengið sinn skammt
og helst til oft ef út í það er farið,
en enginn virðist undanskilinn þessum pestum.
Allt frá ungabörnum upp í tannlaus gamalmenni
glíma við dolluna sólarhringum saman.
Þar sem ég þarf í vinnu minni
að hoppa mikið um og skoppa
ásamt því að lyfta þungum lóðum
og kreista saman maga og rassvöðva
kemur þessi setning óneitanlega oft upp í hugann:
"Never trust a fart"
Oft hef ég verið mjög fegin eftirá,
þar sem ég rauk inn á hásætið
eftir tíma og leyfði loftinu að leika um postulínið.
Þeim er nefnilega ekki alltaf treystandi.
En nú vona ég að þessar hreinsanir
séu að renna sitt skeið á enda
og upp renni tími eðlilegra hægða
og uppgangs í þjóðfélaginu í leiðinni,
því enginn hefur jú gaman að því
að skíta á sig öllum stundum.
Það er líka svo leiðinlegt að þrífa það eftirá.
eiga setningar úr bíómyndum
og sjónvarpsþáttum það til
að festast í höfðinu á mér.
Til að mynda í hvert skipti
sem ég nota sápustykki í sturtu
kemur Chandler úr Friends upp í hugann
í umræðunni við Joey um slík stykki
þ.e. af hverju þeir ættu ekki að deila þeim:
"What's the last place I wash and the first place you wash?"
Þennan vetur hefur það verið setning
ú bíómyndinni "The Bucket List"
en þar fer Jack Nicholson með þá góðu línu:
"Never trust a fart"
Í vetur hefur íslenska þjóðin verið undirlögð
af upp og niðurgangspestum
en þær helltust yfir landann
um leið og stórhreinsanir hófust
í valda og stjórnarstöðum.
Virðist sem ein allsherjar skituhreinsun eigi sér stað.
Út með drulluna!
Ykkar yndisleg hefur að sjálfsögðu fengið sinn skammt
og helst til oft ef út í það er farið,
en enginn virðist undanskilinn þessum pestum.
Allt frá ungabörnum upp í tannlaus gamalmenni
glíma við dolluna sólarhringum saman.
Þar sem ég þarf í vinnu minni
að hoppa mikið um og skoppa
ásamt því að lyfta þungum lóðum
og kreista saman maga og rassvöðva
kemur þessi setning óneitanlega oft upp í hugann:
"Never trust a fart"
Oft hef ég verið mjög fegin eftirá,
þar sem ég rauk inn á hásætið
eftir tíma og leyfði loftinu að leika um postulínið.
Þeim er nefnilega ekki alltaf treystandi.
En nú vona ég að þessar hreinsanir
séu að renna sitt skeið á enda
og upp renni tími eðlilegra hægða
og uppgangs í þjóðfélaginu í leiðinni,
því enginn hefur jú gaman að því
að skíta á sig öllum stundum.
Það er líka svo leiðinlegt að þrífa það eftirá.
2 Comments:
fyrirgefðu en ég verð að :HAHAHAHAHAHAHA
Þú ert snilli með pennann (lyklaborðið).
Þetta er nú svona um það bil það skemmtilegasta sem ég hef lesið lengi um niður - og vindgang og svoleiðisnokkuð. Þessar límhugsanir kannast ég afskaplega vel við og líka að þær séu skilyrtar ákveðnum aðstæðum. Gæti sagt þér marga furðusögu af því!!
Skrifa ummæli
<< Home