mánudagur, febrúar 02, 2009

Ferðaraunir

Það er víst kominn febrúar.
Áður en maður veit af verður kominn júní.
(og svo aftur desember)

Ég verð að fara að skoða framtíðina
af einhverri alvöru.
Hvað ætla ég mér að gera
og hvernig ætla ég að fara að því.........
Ekki seinna að vænna
vegna þess að eins og við vitum
þá líður tíminn svo déskoti hratt.

Nú í augnablikinu
er þó verið að einblína á páskana
og hvort að hægt verði að skreppa í stutta heimsókn.
Því er verið að afla sér aukatekna eins og hægt er
og biðja almættið að hafa áhrif á miðaverð.
Kannski kjánalegt að ætla sér slíkt
en mér finnst bara einfaldlega of langt
að sjást ekki í 5 mánuði.
Grunnurinn er bara ekki nógu gamall
og gróinn til að taka sénsinn á slíku.

Er annars bara ágæt
tók til í skrokknum í gær
og þverspúlaði gömluna
frá toppi til táar.
Líður strax mun betur.
Það er víst satt og rétt
að aðlaðandi er konan ánægð......
eða a.m.k. aðeins sáttari.

Verið í stuði.

8 Comments:

Blogger Kristín said...

Já, drífðu þig sko bara í heimsókn. Það er hægt að fá ásættanleg verð ef þú getur aðeins sveigt hjá vinsælustu dögunum, alla vega á Parísarleggnum. Það er allt of langt að hittast ekki í 5 mán. sammála því.

11:09 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég er líka sammála að reyna að hittast því fimm mán eru akkoti langur tími og það í nýju sambandi eins og þú bendir á. Veistu frá því að ég kynntist þér þá hef ég einhvernveginn aldrei haft áhyggjur af þér,þ.e. ég hef alltaf haft á tilfinningunni að undir rest komi þetta allt saman því í mínum huga ertu bara þannig. Gangi þér vel:)

4:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þekki nýtt samband/fjarbúð af eigin raun, þetta er fjári erfitt. en lukkast alveg ef ástin er sterk:)

7:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ert þú kannski farin að vinna í Hreyfingu ? Mér sýndist ég sjá tvífara þinn þar á Laugardagsmorguninn

10:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Reyndu hvað þú getur mín kæra. Gulla Hestnes

9:48 f.h.  
Blogger Blinda said...

Við sjáum hvað setur.
Ég held áfram að reyna.

Best væri ef það væri framboð á miðum undir 40.000 kallinum.þeir virðast vera að bjóða hæstu fargjöldin um páskana - en allt í kring er lægra verð.

Mér finnst annars merkilegt að Iceland express býður núna upp á fargjöld á tæpan 7000 kall aðra leiðina (ekki um páskana n.b. var bara að hugsa um helgarskrepp) - en svo eru skattar og gjöld annar 7.000 kall. Finnst þetta vera svindl.

Nei Guðjón, er ekki inni í Hreyfingu - svo ég hlýt að eiga tvífara.....aumingjans manneskjan ;)

9:57 f.h.  
Blogger Hallveig said...

hurðu mín kæra, í sambandi við aukatekjurnar, hvað kostar að vera hjá þér í einkó? og þarf ég að vera með gilt kort hjá JSB til þess?

langar svo í einkaþjálfun þar sem ég treysti mér ekki alveg í venjulegu tímana eftir fótbrotið.. verð samt að sjá hvað það kostar!

knús á þig :)

10:54 e.h.  
Blogger Blinda said...

Sæl Hallveig.
Já, þú þarft að vera með gilt kort hjá okkur, þar sem þú kæmir til með að nota þá aðstöðu ýmist með mér eða upp á eigin.

Verð á einkaþjálfun er misjafnt, en það er ódýrara ef fleiri eru saman. Verð á einstakling er oftast í kring um 4.500 á skiptið (stöðin fær hluta af því) en svo eru ýmis tilboð í gangi.

Þú ert svo velkomin hvenær sem er.

9:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home