sunnudagur, febrúar 01, 2009

skemmdarraunir

Ekki það
mér finnst skemmdarverk alltaf fáránleg
og ekki þjóna neinum tilgangi
og ég var alltaf að segja
að kostnaðurinn við að þrífa Alþingishúsið
myndi bara lenda á skattborgurum......

En kostar það virkilega 12 milljónir að spúla slotið
og skipta um nokkrar rúður?

Við hvaða iðnaðarmenn skipta þeir þarna við Austurvöll?

....og fyrirgefðu,
en af hverju þurfa bæði Ingibjörg og Geir
að fara til útlanda vegna sinna meðferða?
Ég þekki því miður ansi marga sem hafa farið
í krabbameinsaðgerðir og meðferðir
og allir gerðu þeir það hér heima við......
Er þetta einhver sérmeðferð aðeins í boði fyrir aðalinn
eða eru þau bara svona spéhrædd?

En þetta hlýtur að kosta eitthvað,
eða er það ekki?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mín kenning er sú að Ingibjörg og Geir hafi ekki efni á að skipta við íslenska heilbrigðiskerfið ....

10:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home