miðvikudagur, janúar 28, 2009

Seðlabankaraunir

Mér finnst
alveg gasalega smart hjá Davíð
að hóta því að ef hann verði rekinn,
þá muni hann bara heimta laun út skipunartímann.
Agalega smart.

Mér finnst að allir
sem hafa lent í uppsögnum undanfarna daga
eigi nú að arka til fyrrverandi vinnuveitenda sinna
og tilkynna þeim
að þar sem það sé ansi lágt í buddunni núna
þá ætli þeir að fá launin sín áfram
eins lengi og þeim sýnist.........
þrátt fyrir að þeir hafi verið reknir.

Hvað er að þessu andskotans pakki?
Er veruleikafyrring eitthvað sem er viðurkennt
hjá fólki í valdastöðum?

Ég er svo reið núna að mér er í raun óglatt.

4 Comments:

Blogger Kristín said...

Iss, þetta smarta lið er að klóra í bakkann. Við komum þeim út, trommum þeim út eins og ríkisstjórninni.

7:50 e.h.  
Blogger Blinda said...

og núna eiga ráðherrarnir að fá biðlaun!! Það er ekki í lagi með reglurnar í þessu landi - eitt skal yfir alla ganga segi ég!

9:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hér á landi eru sér lög og reglur fyrir forréttindastéttirnar. við hin megum éta það sem úti frýs.

5:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Enginn lifir af í íslenskri pólitík nema að vera verulega veruleikafirrtur. Sértu það ekki í byrjun, verðurðu það hratt og örugglega. Dæmin sanna það.
Því segi ég: Göngum í Noreg og hættum þessu blaðri öllumsaman.
Fáir almennilegir Íslendingar bjóða sig fram í pólitík....
Undantekningarnar sem sanna regluna verða yfirleitt undir, vegna þess að þeir fara að koma auga á firringuna, missa móðinn í baráttunni og hætta þá.
Jæja, góðanótt. :(

10:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home