miðvikudagur, janúar 07, 2009

Útrásarraunir

Ég nenni eiginlega ekki
að tjá mig frekar um kreppuna.
Mér finnst flestir í kringum mig
gera það svo ljómandi vel og málefnalega
og hef því enga þörf fyrir það.
Þetta er skítt,
mér finnst ég lítið geta gert til að breyta því
og þannig er það bara.

Nú lifi ég í eintómri sjálflægni
og hugsa bara um minn eigin rass,
aðallega hvernig ég á að losa hann undan höftum
og koma honum í annað land
þar sem að ég hef alla tíð
verið illa staðsett á Íslandi,
þó aldrei meira en í dag.
Nú hefur einfaldlega opnast möguleiki
sem ég ætti og ætla að nýta mér.

Þetta er því allt orðið spurning um lausnir
og svo jú - peninga.

Út vil ek
og ég skal koma mér þangað.

Ég styð alla þá sem standa hér í aðgerðum,
þó svo að ég trúi ekki endilega á að þær skili einhverju.
Ég hef jú reynslu af því að vera Íslendingur
og hef bara aldrei almenninlega fílað það.
Alla tíð fundist þetta vera hið mesta skítasker,
sem illa er búandi á, hvort sem er í kreppu eða góðæri.
Hér hefur líka aldrei ríkt samstaða meðal fólksins.
Ég varð aldrei efnuð eða vel stæð í góðærinu
og staða mín hefur lítið breyst
nema hvað ég er bara enn fátækari.

En neyðin kennir naktri......

Hef því hafið einkaþjálfun á vinnustað mínum
fyrir þá sem telja sig þurfa slíkt aðhald.
Ef einhver hér hugar að slíkum framkvæmdum,
eða veit um einhvern
sem ætlar sér að koma heilsunni í lag á þennan hátt-
þrátt fyrir kreppu - er þeim bent á að hafa samband við spriklarann.
Gott verð og betra því fleiri sem eru saman.
Einnig tek ég að mér leiklistarkennslu,
hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa,
til gamans eða alvöru (inntökupróf)
og lofa vönduðum vinnubrögðum á hvortveggja.
Látið það berast.

Það er þetta með að bjarga sér.

4 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Mér líst vel á þetta hjá þér, vonandi færðu kúnnahóp. ÉG vona að allir þínir draumar rætist, virkilega. Hafðu það gott:)

3:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Dugleg! Nú verðurðu bara að auglýsa þig dálítið. Ertu búin að hugsa það?

9:46 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

Vona svo innilega að þér takist þetta og þú flytjir þig um set til kóngsins köbenhavn:O)

10:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú erum við að tala saman! Kærust kveðja, Gulla Hestnes.

11:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home