föstudagur, desember 19, 2008

Jólaraunir

Hér er enginn jólailmur
og lítið um jólaskap.
Nokkrar ljósatuðrur
og 3 pakkaræflar handa nánustu.

En það reddast allt á þriðjudaginn
þegar ég fer af landi brott
í jól sem eru tilbúin fyrir mig
í kóngsins köben.

Er ekkert viss um að ég komi til baka
á þetta guðsvolaða skítasker
glæpa og spillingar.

Set kannski bara lykilinn í póstkassann.
Hver veit?

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég sendi hlýja strauma mín kæra. Gulla Hestnes

8:02 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

Góða ferð, þetta verður hyggeligt og flott upp á danska.

11:31 f.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Góða ferð og góða skemmtun. Náðu þér í marga kossa og hlý faðmlög og umfram allt, áttu góð og gleðileg jól. Kærar kveðjur,Svanfríður.

6:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home