þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Raunir 83

Gott fólk.

Mig bráðvantar chromatic munnhörpu
sem kostar ekki 25000 kall.

Er einhver sem á notað eintak sem hann vill ekki eiga
og er tilbúinn að selja á lítinn pening
eða veit einhver hvar er hægt að nálgast slíkan grip?

Allar ábendingar vel þegnar.


ps. Bíllinn minn sem ég keypti á kr. 1.200.000 fyrir ári síðan
kostar í dag kr. 2.300.000.
Anyone?

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jesús minn almáttugur (þetta með bílinn).
Hvað er svo chromatic munnharpa?

4:13 e.h.  
Blogger Blinda said...

já - þetta er SVAKA skemmtilegt Kristín...hrmmpff

Þetta er svona pro munnnharpa sem flinkir spilarar nota ;-)

6:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hvers þarftu krómatíska munnhörpu? Er Marine Band ekki nógu góð?

8:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held ég eigi eina, tékka á því og ef svo er, færðu hana. "bíla" kveðja? Neibb...Gulla Hestnes

11:14 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Mamma-er ekki einhver alvöru munnharpa frá mér heima? Sem afi Gunnar gaf?

4:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég á munnhörpu, ertu að meina bara svona venjulega? Mín er úr stáli held ég, voða fín í fínum kassa :)

Kveðja,
ÁStrós.

10:29 f.h.  
Blogger Blinda said...

Ég bara þarf hana og nei - venjuleg er ekki nóg - því miður :-(

En Gulla - endilega ef þú vilt selja mér gripinn ( ef hann er þarna) þá er það bara æði!!!

3:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er að leita Linda, og ef hún finnst þá sel ég hana EKKI. Þú mátt eiga frk. Hohner, Svanfríður er því samþykk. Kveðja, Gulla Hestnes.

10:48 e.h.  
Blogger Blinda said...

Þið eruð auðvitað sætastar mæðgurnar. Koss og knús

5:52 f.h.  
Blogger Kristín said...

Það er verið að selja fullt af harmonica chromatique á franska ebay. Verðin rokka frá 20 evrum upp í 150. Mér sýnist flestar "alvöru" vera frá 50-60 og upp úr.

11:48 f.h.  
Blogger Blinda said...

Evran er 230 kall kristín og það plús sendingarkostnaður....hmmm..

( En í alvörunni - þá kann ég ekki á svona e bay dót, eða verslun á netinu almennt (roðn ) )

1:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home