sunnudagur, nóvember 09, 2008

Raunir 76

Fortíðin er liðin
og flestir sem tala af viti
segja okkur að við eigum ekki
að velta okkur upp úr því sem liðið er.

Mér finnst hins vegar óhjákvæmilegt
að hugsa um fortíðina
því hún er jú hluti af þér
og hefur að miklu leiti mótað þig.

Minningar eru líka fortíðin þín
og það væri ljótt að tapa öllum minningum sínum.

Það sem mér finnst þó verst
er að upplifa eftirsjá
vegna þess að hún skilar engu.
Þú breytir aldrei fortíðinni.
Það eina sem þú getur breytt er framtíðin.

Svo hellist alltaf yfir mig þessi sterka löngun
að fá unga fólkið til að virkilega skilja
að lífið er stutt,
það líður hratt,
það eigi að gera allt sem það langar að gera
og gera sem mest.

Notfæra sér óttaleysið og kjarkinn
sem einkennir þá ungu
og upplifa, njóta og framkvæma
meðan enn er eldur í hjarta
og kraftur í sál.

En það er svo erfitt að fá þau til að hlusta og skilja.
Alveg eins var farið með mig forðum....
ég hélt nefnilega að ég hefði nægan tíma

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er aumt lífið án fortíðar. Fortíð, nútíð og framtíð hangir saman.(að vísu er framtíðin óskrifuð)Það er annað að velta sér uppúr orðnum hlut eða líta raunsætt á heildina. Ég hef voða gaman að fortíð minni. Kærust kveðja. Gulla Hestnes

9:27 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Þetta er alveg satt sem þú segir að lífið flýgur áfram og því á að gera það mesta úr því sem maður hefur. Fortíð okkar, góð eða slæm, getum við notað sem kennsluefni framtíðarinnar. Góður pistill hjá þér mín kæra. Hafðu það gott.

5:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Linda, þú hefur enn tíma... við erum varla rétt hálfnaðar með lífið.... erum við ekki annars ennþá bara ungar?? Ég hélt það!

Kveðja, Ásdís Ásg.

4:19 e.h.  
Blogger Blinda said...

Kærar kveðjur á móti mæðgur XXX

Tjah - þetta er allt spurning um viðhorf Ásdís. Að mörgu leiti er ég ennþá ung ( og þú líka :-) ) en sumt er ekki hægt að gera, eins og að skella sér bara í lækninn - eða bömmast ábyrgðarlaus um heiminn - eða sinna því sem skiptir máli áður en það er of seint........
að sjálfsögðu er hægt að gera margt enn, en margt hefði ég viljað gera öðruvísi og betur en ég gerði - þabasonna sko

5:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Geturðu ekki reddað þér vinnu hjá World Class í Köben og verið með kærastanum...það er æði að búa í Köben......bara hugmynd.....

Ég veit að það getur verið illframkvæmalegt að láta alla sína drauma rætast, en nú er Steinunn nánast að verða fullorðin og þú getur verið frjálsari....kannski farið í hjálparstarf? Vantar ekki alltaf í svoleiðis, nóg er neyðin...

....bara smá raus í mér....bestu kveðjur, Ásdís.

10:18 f.h.  
Blogger Blinda said...

kærstinn er husnædislaus eins og er og verdur fram i februar.....annars myndi eg bara fara med.

Annars gengur illa ad leigja ibudir nuna lika-allt i einu er offrambod af leiguhusnædi.

En eg stefni a ad fara af skerinu hid fyrsta

1:09 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home