þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Raunir 72

Þegar "útlendingurinn" kom út í gærmorgun
var búið að stela hjólinu
sem hann keypti í september
og notaði til að komast á milli staða.

Eldri hjól í sama hjólastæði voru látin vera,
þrátt fyrir að sum væru ólæst.
(hans var n.b. læst)

Eftir að búið var að arka í bankann og greiða danska reikninga
með "öllum" peningunum reiknuðum á Brussel genginu
dugði afgangurinn fyrir tæpum sígópakka.
Það kemur sér einkar vel fyrir heimilishaldið,
en ég hélt að ég yrði betur stödd í dúó en einleik.
Aldeilis ekki.
Aukamanneskja kostar pening
og ef ekkert fylgir henni í búið
er hún bara mínus í bókhaldinu
sem enginn hefur efni á þessa dagana.

Nú er hægt að velja um starfsfólk í leikskóla og frístundaheimili
(sem er reyndar mjög gott og tímabært að Íslendingar nenni að vinna)
en þýðir þó aðeins eitt -
það eru engin störf í boði lengur,
ekki einu sinni kassadjobb í matvörubúð.

Hér ríkir því uppgjöf og verið að plana brottför "útlendingsins".
Verst að það er ekki einu sinni til fyrir farmiða
hvað þá að hann hafi lifibrauð fyrir næsta mánuð.

Talandi um slæma tímasetningu.

10 Comments:

Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

En en en...þetta þýðir samt ekki að þið sem tvö séuð hætt...? Æi ég vona ekki..ég óska ykkur góðs dags og vona að hjólið finnist.

3:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ææ :(

3:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Djö.... Gulla Hestnes

3:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Knús á knús ofan.

Aulabarn

4:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff hvað þetta er eitthvað leiðinlegt allt saman. Ég get ekkert annað en sent góða strauma og óskir um að allt fari á besta veg, eins og það á alltaf að gera.

4:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff, úff og úff.

Það er einmitt þess vegna sem ég geymi mitt alltaf innandyra.

8:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu beinustu leið í tryggingarnar þínar - lítið mál að leggja mat á virði grips sem er nýkeyptur...

kannski bara lán í óláni - fær þó allavega peninginn og þarf ekki að flytja hjólið með sér :)
kv/fía

4:56 f.h.  
Blogger Blinda said...

Tíminn leiðir það í ljós Swany mín.....maður vonar bara það besta

Æ og djö og allt það á við

Takk Aulinn minn og Parísardama

jebbs Elías - var búin að segja honum það - (en hann er danskur)

Hann er ekki með neinar tryggingar fía mín, þannig að.......en það er rétt - þarf ekki að drösla því heim.

7:15 f.h.  
Blogger anna.is said...

Þetta er glatað. Vona að það rætist úr þessu.

-anna.is

5:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

en ÞÚ ert tryggð og þeir sem eru á þínu heimili

1:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home