mánudagur, október 27, 2008

Raunir 63

Það væri helber lygi
að halda því fram
að það sé ekki ákveðin oföndun
og ofvirkni í meltingarfærum
í gangi núna.

Nóttin var heldur óvær
og á 5 mínútna fresti
langar mig að bresta í grát.

Það er líka ekki á hverjum degi
sem 41 árs gömul keddling
stígur í fyrsta sinn á stokk sem söngvari.

En í kvöld mun það víst verða að raunveruleika.

Tónleikar hefjast klukkan 21:00
á Café Rósenberg - Klapparstíg 25 - frítt inn
þ.e. - ef ég fæ einhvern til að leysa mig af í sprikli
en það gengur eitthvað illa.

Ef það tekst ekki mun ég mæta lafmóð og nýskúruð
2 mínútur í frumsýningu - sem þýðir örlll....seinkun
en tel ég það ekki kunna góðri lukku að stýra.
oh well................
þá hef ég a.m.k. ekki tíma til að stressa mig
fram á síðustu stundu.

En endilega komið
og styðjið mig andlega
en ekki gera kröfur um eitthvað stórkostlegt af minni hálfu
geri bara mitt besta........
og REYNI að hafa gaman að því.

Þetta verður allt í lagi - ehaggi? :-)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur þá alltaf sagt að þú hafir í það minnsta prófað. En ég er viss um að þetta fer á hinn allra besta veg. Klapp og merde! (bannað að þakka fyrir).

10:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Poj Poj....

1:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þú þorir, getur, ætlar og skalt. tu tu frá Gullu Hestnes

2:33 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Ég hef svo mikla trú á þér að ég held að það smitist eitthvað yfir á þig. Tu tu og góða skemmtun líka, það er svo mikilvægt:)

6:24 e.h.  
Blogger Kristín said...

Klukkutími. Hugsa til þín.

7:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

shit að missa af þessu ....en þú hefur örugglega brillerað....

1:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home