föstudagur, október 24, 2008

Raunir 62

Jæja...........
Geiri sagði þó a.m.k. að það kæmi að því
að við mættum fara að skamma fólk
og láta það gjalda fyrir sukkið.

Mér finnst blórabögglar þó ekki rétta orðið.
Glæpamenn er miklu nær því.

En.............ég er ekki alveg að kaupa allt sem þau sögðu.

IMF daninn var ansi stressaður
en ég var líka ekki alveg að fíla hans framtíðarsýn
þó svo mér sýnist að hún sé sannari en þær sem hafa heyrst hingað til.
Við erum í skítamálum
OG ÞAÐ ER EKKI MÉR AÐ KENNA!!
En ég þarf víst að vera góð
því að "við" þurfum að standa saman
eftir sukkið "okkar" yeah right............

BULL! Segi ég og skrifa.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ja, ekki hef ég verið að sukka undanfarin ár ... og mér finnst fúlt að skattarnir mínir næstu áratugi muni fara í að borga upp fjárhættuspilaskuldir 30 krimma sem hafa stungið af með hagnaðinn úr landi, en ekki látið sér segjast og haldið áfram að spila með innistæðulausar ávísanir.

Skítt segi ég ... helvíti skítt ... og eins gott að bölvaðir krimmarnir verði dregnir til ábyrgðar. Og burt með ríkisstjórnina sem neitaði að horfast í augu við staðreyndir og Seðlabankastjórn sem lagði blessun sína yfir sukkið öll þessi ár!

5:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki hef ég sukkað heldur, nema þegar ég spanderaði í rauðu skóna! Í raun held ég að þessir glæponar eigi ekki dagana sæla þegar fram líður. Mitt mat: Ríkisstjórnin á að sitja og klára þetta. Við getum hinsvegar látið í okkur heyra eftir tvö ár. Seðlabankastj. út strax! Góða helgi.

8:51 e.h.  
Blogger Ameríkufari segir fréttir said...

Mér sýnist þetta hafa verið hún móðir mín sem skrifaði þarna önnur í röðinni.
Þetta er skítt þar tek ég undir með þér og ykkur og ef að þeir sem bera ábyrgð á verða ekki settir af og refsað og það stórlega þá veit ég ekki hvað mun gerast. Ráðamenn annarsstaðar hafa verið settir af og það fyrir mun minni sök.
Hafðu það annars gott Linda mín og ég bið að heilsa.

9:17 e.h.  
Blogger Guðrún Björk said...

Ég er ósammála þeirri nafnlausu. Ríkissjórnin á ekki að sitja áfram. Það var hún sem einkavæddi og gaf "frelsið" en láðist að setja regluverkið um það og því fór sem fór.

1:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, það er ég, Gulla Hestnes sem á komment númer 2. Bið forláts.

3:15 e.h.  
Blogger anna.is said...

Ekki gleyma fjármálaeftirlitinu. Það þarf að endurnýja það komplett.

Út með ruslið.

-anna.is

10:43 e.h.  
Blogger Blinda said...

Tetta eru allt saman glaepamenn....tad er sko rett. Bara burt med tetta pakk allt saman.
fuss

7:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home