miðvikudagur, október 29, 2008

Raunir 65

Er föst í hálsi og öxl.
Kristallar í eyrum komnir eina ferðina enn á flakk,
með tilheyrandi svima og sjóriðu.
Uppferðir og niðurferðir stundaðar grimmt í vatnsskápnum.
Hausverkur fyrir allan peninginn,
ásamt léttri hitavellu og verk bakvið augun.

Held ég sé bara lasin.
Hef beðið um að vera leyst undan fjórða tímanum í dag.
Sit nú bara og vona.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skjólborðið er búið að vera lágt svo lengi að þú ert yfirkeyrð. Farðu nú vel með þig. Kær kveðja Gulla Hestnes

3:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home