þriðjudagur, október 28, 2008

Raunir 64

Þá er það yfirstaðið.
Gamla búin að debútera.

Gekk svona ágætlega miðað við allt.
Fullt af fólki á svæðinu (70 manns),
sem gerði mig meira en lítið stressaða,
en flestallir voru nú vinveittir og/eða vinalegir.

Var sein á staðinn
og byrjaði því seinna en áætlað var,
vegna þess eins að ég þurfti að vinna
lengur en ég hafði gert ráð fyrir.

Taugarnar róuðust ekkert eftir því sem leið á prógrammið
og kom mér það mikið á óvart.
Greinilegt að langt er liðið frá síðustu framkomu opinberlega.
Venjulega tók það 1 til 2 lög að komast á ról.
Núna slakaði ég ekki fyrr en allt var búið.

Ég er þó farin að anda eðlilega
þó svo ég finni ekki ennþá þindina mína
en ég týndi henni um níu leytið í gærkveldi.
Finnandi skili henni vinsamlegast í Hlíðarbyggðina.

En takk allir sem komu,
vona að þetta hafi bara verið kósý
þrátt fyrir byrjendabrag

Kossar

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju!

9:49 f.h.  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Þetta var einmitt ósköp kósý.

10:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko mína kellu! Gott hjá þér. Gulla Hestnes

1:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

oh, ég hefði mögulega náð síðasta kortérinu, var bara of skelfilega þreytt til að labba niðureftir. Næst, bara, og til hamingju með tónleikana :D

7:07 e.h.  
Blogger Syngibjörg said...

sko ég vissi það.....til lukku:O)

8:04 e.h.  
Blogger Elísabet said...

viss um að þú massaðir þetta, ert svo flink:)

10:31 e.h.  
Blogger Blinda said...

Takk miz Paghí

Gott að heyra að þér fannst það þg (og btw, þú lítur svo ljómandi vel út)

Jamm Gulla, gerð'etta ;-)

Já, bara næst Hildigunnur. Við erum búin að fá fjöldann allan af áskorunum. (Þá verð ég líka ekki svona nervööööös).

Takk Syngibjörg

Awww baunsa. Takk fyrir að hafa svona mikla trú á mér

10:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert snillingur Álfur

8:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home